Langaði nú bara endilega að benda á þessa bók eftir Einar Kárason, sem mér hefur nú ekki alltaf fundist mjög skemmtilegur, en þessi bók breytti því nú!
Bókin fjallar um baráttu Þórðar Kakala við Kolbein unga eftir að hann hafði myrt nær alla Sturlunga. Hún er frábærlega vel skrifuð og þó hún sé um Sturlungana er ekki endalaus upptalning á hver var sonur hvers og hver sonur hans. Hún er líka skrifuð í 1.p.et. en út frá mörgum mönnum, þó að Þórður sé í raun aðalsöguhetjan fáum við líka að skyggnast inn í huga Kolbeins og fleiri og sjáum því söguna út frá mörgum sjónarhornum, en ekki bara úr huga eins manns.
Að mínu mati er hún alveg frábær lesning og mæli alveg hiklaust með henni.

Eva