Ferð Eiríks til Ásgarðs
Eftir Lars-Henrik Olsen
Bókin fjallar um Eirík sem er 13 ára strákur. Dag einn er hann einn heima hjá sér í þrumuveðri. Þá skyndilega bankar maður uppá hjá honum. Það er þrumuguðinn Þór sem fer með hann til Ásgarðs, en það er staðurinn þar sem norðrænu guðirnir búa. Þegar hann kemur þangað lendir hann í ýmsum ævintýrum. Þar bíður hans verkefni, en um það er fjallað í næstu bók sem heitir Ferð Eiríks til Jötunheima.
Aðalpersónur eru Eiríkur, guðinn Þór og dóttir Þórs sem heitir Þrúður. Einnig eru margar aðrar persónur s.s. Óðinn, Sif, Þjálfi og fleiri skemmtilegar persónur og skemmtilegir karakterar. Þau spila öll sinn þátt í sögunni.
Ég held að þessi saga henti jafnt stelpum og strákum, en þessi bók er aðallega fyrir börn eða unglinga. Þeir sem hafa gott ímyndunarafl og hafa gaman að ævintýrum ættu að lesa þessa bók hvort sem það eru stelpur eða strákar.
Ég veit ekki hvort það er einhver sérstakur boðskapur með þessari sögu enda er þetta bara ævintýri um baráttu góðs og ills gerð til að skemmta fólki. Boðskapurinn er líklega sá að það góða sigrar að lokum.
Stærsti kosturinn við bókina er að hún er mjög skemmtileg og góð afþreying sem allir krakkar ættu að lesa. Hún er líka fræðandi hvað varðar gömlu norrænu guðina og allar sögurnar sem fylgja þeim.
Aðal ókosturinn er líklega sá að bókin er alltof stutt og mætti vera lengri, vegna þess að þegar maður er byrjaður að lesa hana, getur maður varla lagt hana fá sér. Þegar maður er búinn að lesa hana vildi maður óska að hún hefði verið lengri, en þá er bara að drífa sig á næsta bókasafn og fá famhaldið.
Þetta er svona formlegt af því að ég skrifaði þetta sem ritgerð fyrir skólann en ég varð að senda þetta því þessar báðar bækur eru rærar snildir og ritgerðin var bara um fyrri bókina.
Með kveðju ykkar saile.