allaveganna.. hún er eftir mann að nafni Douglas Adams og er sú fyrsta af fjórum bókum. Hinar heita So long and thanks for allt the fish, The Restaurant at the end of the Universe og Life, the Universe and Everything.
bókin fjallar (í grófum dráttum, vil helst ekki spoila neinu) um tvo náunga, Arthur Dent og Ford Prefect. Arthur er venjulegur breti sem vaknar þunnur á fimmtudegi og kemst að því að það á að rífa niður húsið hans. Ford Prefect er vinur hans sem er í raun geimvera en hefur aldrei sagt Arthuri það. En einn daginn kemst Ford að því að það á að leggja jörðina í rúst af því að það á að leggja geimhraðbraut í gegnum hana. Ford segir Arthuri frá öllu, hvernig hann festist á jörðinni í 15 ár við að afla upplýsinga um hana fyrir alheimsputtalingsalfræðibókina (eða hvað sem fólk vill kalla þetta) en einu upplýsingarnar um jörðina í henni eru : “Harmless”
Ford nær ásamt Arthuri að picka far hjá stóru geimskipi nokkrum sekúndum áður en jörðinni er eytt.
Og þar í rauninni byrjar sagan fyrir alvöru….
Þessi bók er allgjör snilld og ef fólk er ekki byrjað eða búið með hana ætti það að drífa sig í það NÚNA! Hún er skyldulesning yfir alla!! ekki spurning. Hún er full af húmor, útúr sýrðu rugli, sem í rauninni er samt heilmikið vit í ef maður bara pælir í því, o.s.fr… hún hefur ekki hlotið þessa heimsathygli út af engu!!
"