Ég lenti í því að þurfa að gera kjörbókarritgerð og sú skársta sem ég fann á safninu, þ.e. af þeim sem ég gat gert um og voru inni, var bókin Vetrareldur eftir Friðrik Erlingsson, höfund ‘Benjamín Dúfa’.

Bókin fjallar um stelpu sem heitir Lilja og lendi í því að missa báða foreldra sína mjög ung. Síðan byrjar hún í ballett og kynnist fyrstu ástinni og endar með því að verða ólétt. Kærastinn yfirgefur hana þá og móðursystir hennar annast hana. Lilja greinist með flogaveiki og meðgangan og fæðingin veldur henni miklum þjáningum, andlega sem og líkamlega. En hún sigrast á þessu öllu og eignast lítinn sætan dreng, Rúnar.

Þessi bók… jah.. hún er allt í lagi, en satt að segja varð ég fyrir vonbrigðum miðað við hvað hún byrjaði vel. Mér fannst hún liðast út í eitthvað síendurtekið væl og sjálfsvorkunn…

Hún er samt mjög vel skrifuð og alveg þess virði að lesa, EF maður hefur gaman af svona bókum, sem útskýrir líklega hvers vegna ég er ekkert alltof hrifin af henni.

vona bara að ritgerðin verði í lagi.. ;)
"