Allo,
Mig langar aðeins að tala um bækurnar Konan sem man, Rödd arnarins og Lát trumbuna tala.

Fyrst ætla ég aðeins að tala um Konuna sem man; Þessi bók segir frá indjánastúlkunni Kvani er var upp um það bil tvö hundruð árum fyrir daga Kólumbusar í Ameríku. Hún er hrakin burt frá ættbálki sínum á þeirri forsendu að hún hefur blá augu og er því talin norn. Á ferðalagi hennar kynnist hún nýjum heimkynnum, nýrri ást, óvinum og óblíðri náttúru. Sú staðreind að hún missir allt það sem hún elskar og þarf að vinna það allt upp á nýjum stað og á nýjum forsendum veldur því að hún verður sterkari fyrir vikið, hún verður ástfangin af tveim mönnum á ferð hennar í þessari bók og verður hún ófrísk eftir annan þeirra en hann er “Bróðir hennar” eiginlega tók fjölskylda þessa manns hana að sér og hún varð því systir hans, hinn er farand maður sem fór með hana til þorpsins sem hún varð ófrísk í, ef þið viljið skilja framvindu mála þá verið þið einfaldlega að lesa bókina. Þessi reynsla hennar breytir öllu fyrir henni og þar á meðal lífi hennar.

Rödd arnarsins; Þessi bók er sjálfstætt framhald af bókinni Konan sem man og segir frá indjánastúlkunni Kvani og nýfæddum syni hennar Tolonkva (sem er sonur “Bróður hennar”) þar sem þau eru á ferð um Nýju Mexíkó. Í Nýju Mexíkó “giftist” hún stríðsmanni sem tekur að sér son hennar Tolonkva og eignast með henni dótturina Antilópu. Tolokvan er sérstakur á vissa vegu en hann er með fæðingarblett sem er eins og hvíti vísundurinn sem er eitt stærðsta tóttem þessa indíána flokks, drengurinn hefur ekki hugmynd um það hvað hann þarf að gera til að öðlast virðingu tóttems síns en það kemur allt í ljós í bókinni.

Lát trumbuna tala; Þessi bók er sjálfstætt framhald af bókunum Konan sem man og Rödd arnarins. Bókin segir frá Indjánastúlkunni Antilópu sem er dóttur Kvani, en hún yfirgefur ættflokk sinn, með dóttur sína til að fylgja förumanni er hún elskar. Hún hefur tekið við af móður sinni sem konan sem man og þarf að takast á við allt sem móðir hennar þurfti að takast á við og margt gott betur, sagan er hreint og beint átakamikil og er mest um ástir, átök og töfra.

Vona að þetta verði til þess að þið farið að lesa bækurnar!
En komment eru VELKOMIN!
kv. Taran