Góða kvöldið! ég ákvað bara að skrifa grein um Anne Rice núna í frítíma mínum. Anne Rice er þekktust fyrir sögur sínar um vampírur og djöfla og hefur hún gefið út 16 bækur um þetta efni. Anne Rice lauk við fyrstu söguna árið 1974 og hét sú saga “Interview with the vampire” og síðan 2 árum seinna kom bókin út á markað, ástæðan fyrir þessum 2 árum á að vera samkvæmt hennar orðum að sagan var of sársaukafull fyrir hana eða eitthvað þannig dæmi. Átti þá Lestat að tákna hennar innri mann og Louis átti að tákna hinn innri mann hennar og síðan á endanum Claudia var byggð á dóttur hennar Michelle sem lést hvítblæði. =( 8 árum seinna kom út næsta bók og bar hún heitið “The Vampire Lestat”, og átti hún erfitt með að skrifa söguna segir hún vegna þess að hún átti erfitt með að samsama sig við persónuna en samt tók bara 1 ár að gera söguna og segir hún að þessi bók hafi verið erfiðust að gera af öllum bókunum í The Vampire Chronicles og þegar hún er spurð um þessa bók þá segir hún elski þessa bók og ef maður ætli að lesa hana þá þarf maður að elska Lestat (sem er MJÖG satt!). Þriðja bókin var skipulögð alveg út í ystu æsar vegna þess að hinar tvær voru gerðar út á andartakið og heitir þriðja bókin “Queen of the damned”. Fjallar sú bók enn og aftur um örlagaríku hetjuna hann Lestat og hvernig hann þarf að standast töfra drottningu hinna fordæmdu, Anne Rice hataði handritið af þessari bók fyrst þegar hún gaf það út en á endanum er hún búin að læra að elska það segir hún. Fjórða bókin í seríunni heitir “The Tale of The Body Thief” og er hún um það þegar Lestat skiptir um líkama við seiðskratta, þessi bók er dálítið sérstök vegna þess að hún eiginlega gefur Lestat tækifæri til að lifa aftur sem maður og færir honum svar við þeirri spurningu hvort allar vampírur vilja vera aftur menn ?. Fimmta bókin í seríunni og endirinn á sögunni um Lestat fjallar um það þegar Lestat fer til himnaríkis og til helvítis! Í þessari bók færir Anne Rice allar sínar skoðanir og trú yfir á blað og heillar sú frásögn mann alveg ótrúlega, ásamt því að í þessari bók þá er eins og maður tapi Lestat vegna þess að þegar maður er búinn að lesa þessar bækur þá lifnar Lestat við í huga manns og er “lifandi” persóna í þessum heimi. Næstu bækur eru um einstakar manneskjur s.s. Pandora, Armand, Marius, David Talbot og Vittorio.
Og ef þið viljið fá þessar bækur þá gætuði tékkað á amazon.com undir nöfnunum: Pandora, The vampire Armand, Merrick, The vampire Vittorio og Blood and Gold.

Það er hægt að bulla alveg ótrúlega mikið á svona andvökunóttu en þið þurfið að afsaka stafsetningarvillur og lélega málfræði “but here you go!”

kv
Gunnar Má