Sælt veri fólkið!
Ég hef alla tíð lesið mikið - alveg frá því að vera krakki! Einnig má get þess (eftir að hafa lesið grein hérna fyrir neðan um leshraða) að ég les mjög hratt - þ.e.a.s. þegar að ég les mér til skemmtunar, hinsvegar fann ég að þegar ég las námsbækurnar þá minnkaði hraðinn til munar ;)
Núna undanfarin kvöld hef ég verið að lesa upp á nýtt bækur sem að lúra í bókaskápnum hjá mér, og voru í miklu uppáhaldi þegar að ég var krakki! Þetta er, að mínu mati, alveg stórskemmtiegt. Bæði það að maður getur farið svolítið aftur í tímann með þessu (míní tímavél og afar ódýr ;) ) og líka það að bækurnar eldast misvel. T.d. las ég “Bróðir minn ljónshjarta” og hún er alveg yndisleg enn í dag - hrífur mann með sér frá fyrstu síðu. Síðan las ég líka “Pollýanna” og það er enn hægt að hafa gaman af henni, og þá auðvitað hinum margfræga Pollyönnu-leik sem að hún kennir!
Annars vildi ég bara svona segja af þessu og þá jafnvel fá að heyra frá ykkur hvaða bernskubækur þið getið lesið enn í dag ;)
kv. Spikesgirl
(p.s. reyndar voru Ævintýrabækurnar og aðrar Enid Blyton bækur í miklu uppáhaldi og það er spurning um að kíkja í þær aftur)!