Eins og kannski einhverjir hafa tekið eftir þá er uppi hugmynd um að hafa “Bókaorm vikunnar” hérna inni á bókaáhugamálinu.
Það myndi fara þannig fram að þeir sem hafa áhuga hafa samband við admininn hérna hann gthth og hann setur viðkomandi á lista.
Þegar komið er að viðkomandi að vera bókaormur vikunnar þá er honum gefið leyfi til að senda inn svör við spurningunum á bókaormakubbinn. Listinn og nánari dagsetningar munu birtast í tilkynningakubbnum.
Það þarf ekki að uppfylla nein skilyrði nema að hafa lesið bók ;-) Svo þetta er opið fyrir alla.
Þetta eru svona drög að spurningum sem við gthth erum komin með. Endilega commentið á þetta og ef ykkur finnst vanta spurningar eða spurningum ofaukið þá endilega skrifið það.
1. Huganafn:
2. Aldur:
3. Kyn:
4. Atvinna/Nám:
4. Stig á Bókum:
5. Hvers konar bókmenntir lestu helst?
6. Uppáhaldsbók/bækur:
7. Uppáhaldshöfundur:
8. Hvað ertu að lesa í augnablikinu?
9. Hvað lastu síðast ?
10. Hvað ætlaru að lesa næst ?
11. Kaupiru þér oft bækur?
12. Hvað lestu ca margar bækur mánaðarlega ?
13. Hvað finnst þér um þetta áhugamál ?
Kv. catgirl