Ég er að lesa þessa bók sem fjallar um stúlkuna “Sayuri” eða “Chiyo” (hún heitir upphaflega Chiyo en breytir nafninu þegar hún gerist geisja) og mér finnst hún í alla staði mjög góð.

Höfundurinn heitir Arthur S. Golden og er bakskriftin svo hljóðandi… :

“Saga Sayuri hefst í fátæku sjávarþorpi árið 1929. Níu ára gömul, með óvenjuleg blágrá augu, er hún hrifin burt frá heimili sínu og seld í ánauð í rómað geisjuhús. Með hennar augum horfum við inn í úrkynjaða innviði Gions geijuhverfisins í Kyoto - með stórfengleg tehús og leikhús, þröng húsasund, skrautleg musteri og listamannastræti. Og við sjáum hana umbreytast eftir því sem hún lærir erfiðar listir geisjunnar: dans og hjlóðfæraleik, að bera kimono, að setja á sig flókinn farða og hárgreiðslu, að hella sake þannig að sjáist rétt aðeins í úlnliðinn og berjast við afbrýðisaman keppinaut um hylli kalrmanna og þá peninga sem henni fylgja. En þegar heimsstyrjöldin síðari skellur á og geisjuhúsin eru neydd til að loka verður Sayuri, snauð af fé og mat, að endurskapa sjálfa sig frá grunni til að finna sér fágætt frelsi á sínum eigin skilmálum.”

ég er ekki búin með sirka 1/3 af bókinni og mér líst mjög vel á! Hún er 499 blaðsíður í kiljuútgáfunni og með þónokkuð litlu letri en samt er ekkert erfitt að lesa hana eins og oft vill henda þannig bækur.

Ef einhver er búinn að lesa hana má hann endilega segja skoðun sína hérna en vinsamlegast haldið spoilerum í hófi og merkið þá skýrt og greinilega ;)
"