
Bókin fjallar um Leilu, eins og titillinn gefur til kynna, sem að er 15 ára þegar að borgarastyrjöldin braust út í Bosníu.
___________________
Tekið aftan af bók:
Þetta er sönn frásögn af örlögum bosnískrar stúlku sem lenti í nauðgunarbúðum Serba á meðan borgarastíðið á Balkanskaga stóð yfir. Leila var ósköp venjulegur unglingur sem hlustaði á sömu poppmúsíkina og hafði sömu plakötin uppi á herbergisveggnum sínum og jafnaldrar hennar um alla Evrópu. En þegar hún var fimmtán ára braust stríðið út. Fáeinum mánuðum síðar var henni varpað í fangabúðir þar sem hún þurfti að líða bæði kulda og hungur. Samt var þetta aðeins forleikurinn að öðru verra – nauðgunarbúðunum þar sem æska hennar var lögð í rúst.
Frásögn Leilu lýsir atburðum sem erfitt er að gera sér í hugarlund hvernig gátu átt sér stað. En frásögn hennar er enginn uppspuni, heldur heiðarleg lýsing á hryllingi borgarastríðsins, óreiðu lögleysunnar og kerfisbundinni niðurlægingu kvenna í stríði þar sem nágrannar og vinir börðust. Hún er í senn viðvörun og áminning um að atburðir sem þessir geta gerst hvar sem er á hnettinum. Þetta er saga fórnarlambs grimmúðlegs borgarastríðs sögð af styrk þess sem ætlaði sér þrátt fyrir allt að halda lífi og reisn.
____________
Mér fannst þetta vera alveg rosalega átakanleg saga, en ég er fædd sama ár og þessi stelpa og gat því rifjað upp hvað ég var að gera á þessum sama tíma og hún lenti í þessu öllu. Ég get varla sagt ykkur hvað ég skammast mín fyrir mín “vandamál” á þessum tíma miðað við það helvíti sem að hún og þessar konur eru látnar ganga í gegn um!
Ég hvet alla vega þá sem að ekki hafa lesið bókina að drífa í því!
kv. Spikesgirl