The lost boy er framhald af bókinni “A Child Called ”IT“” eða “Hann var kallaður ”Þetta“” sem er nýbúið að skrifa um og fyrst ég er nú að lesa hana ákvað ég að senda inn grein um hana.

Ég er næstum því búin með hana og get ekki beðið eftir því að koma höndum mínum yfir þriðju bókina í seríunni “A Man named Dave” sem er sú síðasta!

Í stórum dráttum fjallar bókin um það þegar búið er að taka hann burt frá móður sinni, um það að hann flakkar á milli fósturheimila alveg hægri vinstri, réttarhöldin um hvort hún fái aftur forræðið (pæliði, það var möguleiki á því að hún fengi hann aftur!!!!!!!) og hvernig honum reiðir af á unglingsárunum fra svona 11 til 18 ára! Hún er skrifuð frá sjónarhóli hans, sem mér finnst mjög vel gert, og hvernig honum tekst að aðlagast nýju umhverfi, þ.e. lífinu fyrir utan “The House” eða fyrrum heimili hans. Hann flakkar úr skóla í skóla og er ótrúlega oft í vandræðum sem hann annað hvort skapaði sér sjálfur eða var skellt á hann af öðrum.

Ég mæli eindregið með þessari bók. Hún er bara góð! En ég held þó að það sé ekki búið að þýða hana yfir á íslensku…
"