Þessa bók samdi ég fyrir nokkru og hún er enn ekki tilbúin
but…

enjoy!

I.Kafli

Jólasveinninn

Jólasveinnin n, Santa Claus eða óheilagur Nikulás er án vafa
einn af lúmskustu svikurum (og skrímslum) sem jörðin hefur
alið. Í aldir hefur fólk haldið hann búa á Norðurpólnum og
vinna sína vinnu þar en raunin er sú að hann er þjófur sem
hefur útsendara á öllum stöðum heimsins, en það er
útskýringinn á öllum jóla-sveinunum sem við sjáum t.d. á
þorláksmessunótt á Lauga-veginum. Hann hefur ennfremur
þann leiða ávana að á hverjum degi fyrir jól bregður hann sér í
dulargervi og byrjar alla jafna 13 dögum fyrir jól en sum jólin
einungis 9 dögum fyrir jól. Þykist hann þá vera íslenskur og er
þjófóttur með eindæmum. Þekkt dulargervi eru til að mynda
kertasníkir og stelur hann þá kertum og segja sumir að hann
éti þau enda voru kertin æt hér á árum áður þegar þau voru
alla jafna búin til úr tólg. Svo má nefna hurðaskelli sem
hræðir líftóruna úr öllum sem á vegi hans verða og veldur
alvarlegu heyrnatapi hjá þeim sem fyrir hrekkjum hans verða.
Einnig má nefna gluggagægji sem hræðir líftóruna úr fólki
með því að gægjast inn um glugga með afmyndað andlit og
hræða þannig líftóruna úr fólki. .Jólasveinninn á nokkur
flug-hreyndýr sem hann stal ásamt flugvagni Þórs með
svartagaldri. Foreldrar jólasveinsins eru Grýla & leppalúði.

*************

II.Kafli

Grýla og leppalúði

Grýla, móðir ótætisins, jólasveinsins er hinn mesti öðlingur.
T.d. gagnstætt vilja jólasveinsins gefur hún góðum börnum
gjafir sem auka kærleik barnanna. Þegar jólasveinninn stal
vagni Þórs reyndi Grýla að koma í veg fyrir það. Grýla, sem í
mörgum löndum táknar bæði frið og kærleik eins og hún á
skilið hefur leitt margt góðverkið til leiðar eins og það var hún
sem drap Golíat er hann var með sverð sitt á lofti yfir Davíð.
Grýla var orðin 84.371.296.581 árs árið 1.273.396 fyrir Krist.
Grýla var tekinn í dírlinga tölu árið 361 eftir Krist og hún hlaut
fyrstu friðarverðlaun Nóbels fyrir það að hafa barist gegn
jólasveininum. Maður Grýlu heitir Leppalúði en hann hlaut
vísinda og tækniverðlaun Nóbels fyrir mikla kunnáttu og
vísindastörf á leikfangavél sem býr til leikföng úr engu og
mengar ekki andrúmsloftið. Leppalúði sem gengur um götur
borgarinnar í desember og janúar, útdeilir þeim gjöfum sem
ekki komst til skila á laugaveginum. Grýla og Leppalúði
viðhalda jóla-
boðskapnum með töfrum sínum og kærleik.

*******

III.kafli

Páskahérinn

Páskahérinn hálfbróðir frænda jólasveinsins er það skrímsli
sem sér um það að eyðileggja páskana fyrir mönnunum.
Þegar foreldrar þeirra barna sem leita að eggjum á
páskamorguninn fela eggin tekur páskahérinn þau öll ásamt
aðstoðarmönnum sínum um allan heim og setur ný egg í
staðin, öll myggluð & öll með litlum hvellettum inni í sem
springa við opnun eggjana. Páskahérinn notar töfraegg til
þess að tæla í lið sitt nýa héra.

*********
IV.Kafli

Drekar

Drekar sem af mörgum eru talin ógeðsleg skrímsli eru þvert á
móti dýr sem alla tíð hafa hjálpað mannkyninu. Hvejir verja
jörðina gegn geimverum? Drekar! Þeir birtast oftast mönnum í
mynd halastjörnu en áður fyrr voru þeir ófeimnari og bitust oft
mönnum í sinni venjulegri mynd. Taka ber fram að drekar
hafa heila á stærð við hrísgrón.

Ófullgerður endir!

kv. Amon