His Dark Materials
Bækurnar í þessum bókaflokki eftir Phillip Pullman eru þrjár;
The Golden Compass (Gyllti áttavitinn)
The Subtle Knife (lúmski hnífurinn)
The Amber Spyglass
Tvær þeirra hafa verið þýddar á íslensku og er það makalaust
vel gert.
Bækurnar fjalla um unga stúlku að nafni Lyra. Fyrsta bókin
gerist í heimaveröld Lyru, annarri vídd, sem er svipuð en þó
ekki eins. Næsta bók gerist í okkar heimi, en sú þriðja flakkar
á milli vídda. Heimur Lyru er eins og sagði, örlítið frábrugðin
okkar. Til dæmis hafa allir sína fyldju (dæmon) sem er hluti af
sál þeirra í dýrslíki og trítlar með þeim hvert sem þeir fara.
Bækurnar eru ævintýrasaga um ferðir Lyru um langa vegu til
þess að redda heiminum. Eða svona þannig. Söugrnar eru
kannski svipaðar Harry Potter, en þó aðeins flóknari og
fullorðinslegri. Umhverfið í HP er miklu barnalegra.
Bækurnar eru svolítið erfiðar á ensku, að mínu mati. A.m.k.
erfiðari en Harry Potter. En þær eru samt svo vel þýddar á
íslensku, eð það breytir ekki öllu að lesa þær þannig.
Allaveganna. Ég mæli með þessum bókum fyrir þá sem hafa
gaman af ævintýrabókum eins og Harry Potter, Lord of the
Rings og bókum eftir C.S. Lewis.
Bækurnar kosta allar saman í pappírskilju á ensku um 3.000
kr. (USA útgáfa)
Með kærri kveðju
Inga