eníhú.. bókin heitir “Samræðissjúkdómar og varnir gegn þeim! Leiðbeiningar fyrir alþýðu, einkum farmenn.”
svo ég renni fljótt yfir hana þá er hún jú um kynsjúkdóma. Hún var gefin út árið 1920 og er bara húmor því þá voru einungis 3 þeirra þekkti, þ.e. linsæri, sárasótt og einhver einn enn sem ég man ekki alveg…. og höfundurinn, Guðmundur Hannesson, er greinilega alveg með það á hreinu að þessir sjúkdómar eru einungis áfengi og hórum að kenna. svo ég vitni aðeins í bókina…
„Áfengi hefir nú þau áhrif á flesta menn, að þeim finnst þeir verða að miklum mönnum, hikið og feimnin hverfur, og eftir því sem drykkjuskvaldrið eykst, heyrist hin hvíslandi rödd samviskunnar og aðgæslunnar lakar og lakar. Hinsvegar vilja hverskonar ástríður æsast, og að lokum teyma þær unga og efnilega piltinn, blindann og viljasljóann, í faðm fyrstu skækjunnar, sem verður á vegi hans. Augun eru oftast algerlega lokuð fyrir því, að hún kann að vera ljót, spilt og sjúk, stundum hálfgerður fábjáni*. Þessi áhrif áfengisins hafa valdið mikilli ógæfu og eru alkunn frá elstu tímum.
*Talið er að um 1/3 lauslátra borgarstúlkna sjeu í raun og veru hálfbjánar."
þetta fannst mér satt að segja ALGJÖR SNILLD! =) Þessi Guðmundur Hannesson hlýtur að hafa verið snillingur.. ;) og svo kemur það líka fram í bókinni að þó svo að menn taki sig til og verði sér úti um einnar nætur gaman sé það ekki góð hugmynd því konan gæti vel tekið því vitlaust og ástarsorgin valdið henni óþægindum jafnvel út alla ævi!
Guðmundur Hannesson rúlar ;þ
"