Ég get svarið það að ég gæti alveg farið og stolið henni.
En ég ætlaði ekki að tala um það.
Harry Potter er eitt af mest seldu bókum heims og mun örugglega enginn bók (fyrir utan biblíuna) slá það met.
Ég tel það rétt að dæma bækur og hafa sínar skoðanir á þeim en þegar það fer út í mótmæli þá er það heldur mikið.
Anthony Holden mótmælti ekki lítið. Hann sat í dómnefnd Whitbread-verðlaunanna og sú saga hefur heyrst að hann hótaði að segja sig úr nefndinni ef Rowling hefði hlotið aðalverðlaunin.
Það stóð ekki á honum þegar hann fór að segja hvað honum fannst um bækurnar og sagði að hann þurfti að pína sig í að lesa bækurnar (enda er honum borgað fyrir það) og sagði hreynt út:“ þetta er drepleiðinleg og klaufalega skrifuð útgáfa af Billy Bunter á galdraprikinu sínu.”
Þessu get ég engann veginn verið sammála honum með.
Og að Harry Potter væru stútfull af einhverrju óraunverulegu og illum hlutum sem hefði ekki góð áhrif á börn. „Þið ættuð að lesa Bjólfskviðu fyrir þau.“ sagði hann með þjósti.
Mér finnst einmitt að börn eiga að hugsa aðeins um annað en eitthvað sem er alltaf gott. Lífið bíður ekki upp á eilíf þægindi og rólegheit. Einhverntíma verða börn að vera viðbúin yfir hættunum sem eru í veröldinni.
Anthony heldur því fram að Rowling ætti að nýta hæfileika sína betur en þetta.
En foreldrar stóðu ekki á sér og sendu inn bréf og mótmæltu Anthony harðlega og sögðu að börnin sín hefðu gott af því að lesa.
Tölvurnar voru gleymdar.
Þeir sem hafa áhuga á að sjá bréfin og greinina sem Anthony skrifaði farið á síðuna hennar Önnu Heiðu (ein af diggustu aðdáendum harry Potter.). www.mmedia.is/ah/hp/_fr_3.htm
ein af bestu Harry Potter síðum landins.
Ég þakka kærlega fyrir Anna Heiða að leifa mér að fá upplýsingar fyri þessa grein.
Vatn er gott