Í mínum skóla er srákur sem er í 10.bekk og er að lesa Harry Potter, hann er eltur hvert sem hann fer og það er uppnefnt hann “Harry Potter nörd”. Það finnst mér aðeins vera athyglisýki, að elta einhvern og uppnefna svo aðrir heyra, bara vegna þess að honum finnst eitthvað skemmtilegt sem þeim finnst ekki.
Bróðir minn hefur ekki lesið Harry Potter en samt mótmælir hann bókinni fullum hálsi og segir að fólk sem les Harry Potter séu “einmana fólk sem á ekkert líf”
jafnvel mér getur ofboðið.
Ég er ekki að hlaupa upp á móti þeim sem hafa LESIÐ Harry Potter og finnst hún leiðinleg, né nokkrum öðrum. Ég er bara að sýna það að það eru ekki allir eins. Að stríða fólki sem finnst gaman að lesa eða hvað sem er annað, má hafa það út af fyrir sig, án stríðni. Ég sjálf skammast mín ekki fyrir að lesa Harry Potter og tek bókina hvert sem ég fer, og mér er drullusama þótt einhver bendi á mig og hristir hausinn. Ég geri það sem mér finnst gaman að gera, og það án stríðni.
Það er allt í lagi að mótmæla og þannig slíkt, en ekki að gera eitthvað stórt úr því og fara að stríða fólki út af……engu.
Ég hef aldrei séð fólk uppnefna einhvern “Stephen King nörd” eða “Halldór Laxnes nörd”, af hverju þá “Harry Potter nörd”?
Er Harry Potter eitthvað frábrugðinn öðrum bókmenntum?
Jú, bókin er fræg vegna þess að margir lesa hana, en hvað annað?
Mér finnst bara að fólk megi lesa Harry Potter í friði án áreitni.
Út í Bretlandi og öðrum löndum var gerð önnur FULLORÐINSLEGRI Harry Potter kápa svo að fullorðið fólk færi ekki að skammast sín fyrir að lesa Harry Potter úti á götu eða í lestum.
Þetta er rugl.
En ég ætla ekki að ræða um þetta meira, en ég vildi glöð vilja benda á eitt.
Þeir sem hata Harry Potter og eru að stríða einhverjum sem dýrka bækurnar, í andskotans bænum hugsaðu út í það ef þér væri strítt út af einhverju sem þér finnst skemtilegt.
Þér myndi ekki líka það, er það?
Takk fyrir að lesa.
Vatn er gott