Í dag er dagur bókarinnar, 23 apríl og aldarafmæli Halldórs Laxness.
Betra er berfættum en bókarlausum að vera.
Í tilefni dagsins vil ég rita nokkur orð. Ég horfi mikið á sjónvarpið, spila tölvuleiki og fer mikið í bío, ég væri með tvískinnung ef ég skrifaði annað. Hins vegar sé ég til þess að ég hafi ávallt tíma til að lesa. Ég hef alltaf gert það frá bernsku, hvort sem það var ævisaga Abraham Lincolns, Archie myndasögur og Batman, Mad og fullt af öðrum bókum. Mér þótti afskaplega gaman að horfa á He-Man og síðan fara lesa um hann í myndasögu. Ég held það sé bara eins og flestir af minni kynslóð.
En ekki allir sjá sig fært um að lesa. Mér þykir það mjög skrýtið þegar fólk segist ekkert lesa eða lesa ekki mikið. Er hægt að komast af í Vesturlöndunum án þess að lesa neitt? Sumir virðast halda það. Á vinnustaðnum sem ég vann þótti ég og nokkrir aðrir sem lásum skrýtnir. Já, það hlýtur að vera skrýtið að hafa ímyndunarafl og vera fróðleiksfús. Ég man ennþá eftir sögunni sem íslenskukennari minn sagði um Stephan G Stephansson sem þráði að brjótast til mennta og gat það ekki. Ég hugsa alltaf þá til þeirra sem segja það, að lesa sé fyrir nörda og óska ég þess innilega að þeir gætu prófað að lifa í þriðja heiminum og þorað að segja það þá.
Af hverju segist fólk ekki lesa? Er það tímaleysi eða tímaeyðsla, eða eru bækur bara svo andskoti leiðinlegar? Ég vil ekki segja það, en þá verð ég að finna einhverja lausn. Aðalvandamálið myndi ég segja væri það að fólk nennir ekki að lesa eins og það gerði áður fyrr. Þeir sem eru að fermast, nenni ekki að lesa bíblíuna en aftur á móti er Diablo 2 alltaf skárri kostur. Þeir sem eru í skóla kvarta yfir því að þurfa lesa Sjálfstætt Fólk, æi hún er svo leiðinleg og langdregin. Njála er sögð vera leiðinleg, en ekki skil ég það. Ást, ofbeldi, bræðralag og klassíkar þemur sem koma þar fyrir. Ef ég leyfi mér að túlka hana svo einfaldslega núna í bili.
Ég hef jafnvel heyrt fólk segja Hundruð Ára Einsemd sé léleg bók. Hver er skýringin? Ég held að skemmtiðnaður Bandaríkjamanna eigi einhverja sök að þessu. Myndir eins og Titanic, Slackers, Pearl Harbour og offramleiðslu á sjónvarpsþáttum , er að drepa ímyndunarafl krakka nú til dags. En aftur á móti er fagnaðarefni þegar Heimur Tolkiens er kvikmyndaður og leiðir það til áhuga almennings á bókum hans, og vonandi á aðrar ævintýrasögur. Harry Potter eru æðislega bækur og það er kannski gaman að einhverjar bækur sé í tísku, en er þörf fyrir að kvikmynda sjö bækur? Er það ekki fullmikið af hinu góða? Ég spyr eins og sakleysingi, mér þykir það nóg að sjá eina og lesa allar hinar. Og af hverju sjá sig allir knúna til þess að skipa sér í fylkingar með Tolkien og þá á móti Rowlings, eða öfugt? Síðan segja aðrir að Pullman sé betri. Það er gaman að lesa þær allar án þess að segja hitt sé eitthvað barnalegra eða langdregnara.
Halldór Laxness 1902-1998
Þeir lömdu mig og hentu mér út, sagði Kleópatra. Hver gerði það, sagði ég?
En íslendíngar, sagði hún ; þessir helvítis Íslendingar.
Útaf hverju, sagði ég.
Þeir vildu ekki borga, sagði hún. Fyrst nörruðu þeir mig inn með sér. Síðan vildu þeir ekki borga. Ég skal drepa þessa helvítis íslendinga, by golly.
Já en þetta eru þó okkar landar, sagði ég. Mér er skítsama, sagði Kleópatra. Þeir vilja ekki borga. Þeir lemja mann og henda manni út. Og þeir taka í nefið. Ég skal ná í lækni fyrir þig Patra mín, sagði ég; og kæra fyrir lögreglunni; og allra síst fylgja þér heim.
Neinei, sagði hún. Ekki lækni ; og ekki kæra fyrir lögreglunni; og allra síst fylgja mér heim.
Heimtil organistans okkar, sagði ég. Ég á hvergi heima, sagði hún, og síst hjá honum þó ég hafi verið nætugestur hjá henni móður hans í fjögur ár af því að hann er heilagur maður. Það var alltílagi meðan voru kanar. En nú eru ekki nema fáeinar eftirlegukindar og hafa allir eitthvað fast; svo ég er farin að fara aftur inn með íslendingum sem taka í nefið og lemja mann og vilja ekki borga; þessir helvítis eyðisandar og kátir voru kallar. Elsku blessaðir amríkanarnir, jésu láttu þá koma með atómbombuna fljótt.
Halldór Laxness: Atómstöðin
Um helgina var haldið Laxnessþing, það er kannski ekki merkilegt og vissu margir af því. Ég vil bara benda á það að margt gott kom fram, og voru fyrirlestranir nokkuð góðir, ég sá bara fyrirlestrana á sunnudaginn, en ég vona að Hugvísindastofun Háskólans sjái sig fært um að gefa þessa fyrirlestra saman. Dagný Kristjánsdóttir kom því á framfæri og þegar þinginu var slitið var rætt um þetta, en á hvaða formi þau verða á er óvisst.
Fyrirlesturinn hans Ármanns var nokkuð skemmtilegur og fróðlegur. Fyrirlestur hans fjallaði um Atómstöðina; eða öllu heldur Nietzche í Grjótaþorpinu. Siðferði organistans í stuttu máli og hverning hann samavarar sér með skoðanabróðir sínum Nietzche, eða betra sagt læriföður sínum.
Dagný Kristjándóttir hélt fyrirlestur sem var nokkuð góður líka og var bókin sem hún fjallaði um Paradísarmissir, hins vegar tók ég eftir svolítlu, hún endaði á fyrirlestrinum með því að gagnrýna ,,minni spámenn" sem höfðu farið geyst í að gagnrýna Halldór, hún leit síðan til hægri og þótti mér það fullvíst ástæða til að trúa því að þessi orð hafi verið svar til Hannesar Hólmsteinns Gissurarson. Þegar fyrirlestur hans var haldinn var ég ekki á staðnum, ég kom hins vegar skömmu síðar. Ég las viðbrögðin á Strikinu og las síðan sjálfann fyrirlesturinn. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið mikill fyrirlestur enda las ég þetta í Powerpoint, þetta virtist bara vera glósur sem hann hafi útbúið með til hliðsjónar fyrir áhorfendur. Ég sé eftir að hafa ekki verið á staðnum og séð öll ferlegheitin og sjónarhorn hans.
Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við sleggjudómum frá Hannesi, en aldrei hef ég orðinn vitni að jafnmikilli hneisu þegar ég las þetta í Powerpoint. Hannes hefur vanvirt Halldóri, og dregið ályktanir sem hann er engan veginn fær um að sanna. Ég las þetta með opnum huga en varð satt best að segja dolfallinn. Þetta þing var haldið til þess að fagna aldarafmæli skáldsins og verk hans, en ekki til þess að svívirða hann og reyna gefa það í skyn að skilningur hans á stjórnmálum hafi verið kjánalegur og rangt. Ýmsir punktar áttu sér ekkert erindi þarna upp á svið. Það að menntamenn velji sér jafnaðarstefnu eða vinstristefnuna, af því að þeim finnst þeir ekki fá tilskilda. viðurkennningu. Mér þótti svoleiðis setningar aðeins of mikið.Ég vil benda á áhugasama en kynna sér málið í Morgunblaðinu á síðu 28.
Dagskráin í dag er víða glæsileg og er margt að gerast.
Hérna er smá sýninshorn af dagskránni.
Laxness-boðhlaup hófst í morgun. Borgarstjórinn afhjúpaði hellu í gangstéttina, sem er fæðingarstaður skáldsins. Eftir það fóru rithöfundar að hlaupa 24 km boðhlaup frá Laugavegi 32 að Gljúfrasteini.
Það verða tónleikar í Hlégarði í Mosfellsbæ í kvöld kl 20.
Gengið verður á slóðum skáldins kl 19 við Laugaveg 32. Það er félag bókgerðameanna sem göngumönnum og öðrum getum veitingar í tilefni dagsins. Göngunni lýkur á Hverfisgötu 21. Frumútgáfur af bókum Halldórs verða til sýnis og ýmis skjöl tengd honum.
Through me is the way to the sorrowful city.