Ég ætla að fjalla um bók sem að heitir HÆTTUSPIL

Natassa er fimmtán ára og er í 10.bekk.Hún er ástfangin af sttrák sem að heitir Jóhann Filip Bilodeau og er líka í 10.bekk.Hún býr hjá pabba sínumog mömmu og stórabróður sínum sem að heitir Nikulás. Besta vinkona hennar heitir Natalía og á bróður sem að þekkir Jóhann og heitir Lúðvík. Það er stelpa í bekknum hennar Natössu sem að heitir Mirjam Drolet og allir srtákarnir í bekknum eru skottnir íhenni og Natassa öfundar hana rosalega mikið. Natassa hefur lánað Jóhanni milljón geisladiska og meira að segja boðið honum á tónleika með Pink Floyd en hann átti miða sjálfur. Hún keypti líka mótorhjólablöð til að geta talað við hann um eitthvað.Þegar að Mirjam Drolet fær alla athyglina hjá Jóhannifer Natassa í ástarsorg og strýkur afð heiman til þess að Jóhann Filip gangi í augun á henni. Þegar að hún strýkur að heiman gerist margt undarlegt og ekki er allt sem sýnist!

Aftan á bókakápu stendur:
Fyrir unglingsstúlku er hættuspil að strjúka að heiman. Árásarmenn geta leynst á dimmum götum og bjargvættir hafa kannski ekki síður illt í hyggju. Natassa er fimmtán ára þegar hún ákveður að strjúka til að vekja á sér athygli.Atburðirnir taka óvænta stefnu og fyrr en varir flækist hún í neti morðingja og eiturlyfjasala. En Natassa er kjörkuð og útsjónarsömog berst um upp á líf og dauða til að greiða úr flækjunni………

Þessi spennandi unglingasaga er eftir kanadískan höfund sem hlotið hefur miklar vinsældir.

Guðlaug Guðmundsdóttir þýddi.


Mér finnst þessi bók mjög skemmtileg og ég gef henni þrjár *** af þrem ***. Bókin er eftir Chrystine Brouillet.
öhhh…