Harry Potter og fanginn frá Azkaban er bara mesta snilld ever og útgefandi bókarinnar er Bjartur sem gaf út þessa bók árið 2000 í Reykjavík. Þessi bók er 302 blaðsíður að lengd og er henni skipt í 22 kafla.
Bók þessi fjallar um strák að nafni Harry Potter og býr hann hjá Dursleyfjölskyldunni sem eru frændfólk hans. Í fyrstu bókinni um Harry uppgötvar hann að hann er galdramaður og fer þá í Hogwartskóla, sem er skóli fyrir galdramenn. Dursleyfjölskyldan er ávallt leiðinleg við hann og loks strýkur hann að heiman, hann tekur galdrabækurnar sínar og hleypur út. Þegar hann er búinn að ganga eftir gangstéttinni í smátíma en þá kemur allt í einu stór hvellur og vagn stoppar hjá honum og tekur hann upp í. Í vagninum sér hann dagblað og á forsíðunni er mynd af manni að nafni Sirius Black og stóð þar að hann hafi náð að flýja úr hinu fræga Azkaban fangelsinu þar sem verðirnir eru fyrirbæri sem nefnast vitsugur. Allir sem fóru í Azkaban fangelsið misstu vitið á innan við viku.
Svo stoppaði vagninn og Harry fór út. Þar stóð hann fyrir utan Leka Seiðpottin sem er eins konar krá en bakvið er veggur þar sem maður á að taka upp töfrasprotann sinn og banka honum þrisvar á vegginn. Þá opnast veggurinn og þá birtist gata sem nefnist Skástræti. Þar er að finna allt sem hann þarf fyrir Hogwartskólann.
Þegar hann er búinn að skoða sig um í smátíma kemur hann auga á bestu vini sína, þau Hermione og Ron. Þau kaupa allar bækurnar sem þau þurfa og fara svo heim til Rons. Þar gistir hann þar til sumarið kemur og þá fara þau með lest í Hogwartskólann. Í Hogwartskólanum lendir hann í ýmsum ævintýrum. En í endanum rekst hann á Sirius Black og í ljós kom að hann var saklaus. Harry hjálpaði honum að flýja áður en vitsugurna næðu honum og viti menn, það tókst.
Svo var skólinn búinn og Harry þurfti því miður að snúa heim til hinnar leiðinlegu Dursleyfjölskyldu sem hafði yndi af að vera eins leiðinleg við hann og þau geta. En það eina sem heldur Harry glöðum hjá Dursleyfjölskyldunni er að hugsa um næsta ár í Hogwartskóla og hvernig það mun vera.
Harry, sem er aðalpersóna bókanna, er með svart úfið hár og eldingalaga ör á enninu eftir að hinn illi Voldemort reyndi að drepa hann með göldrum þegar hann var aðeins lítið barn en galdrarnir endurspegluðust aftur á Voldemort og hann hvarf.
Besti vinur Harrys heitir Ron og er með rautt, mikið hár og með fullt af freknum í andlitinu. Hann og Harry hafa verið vinir frá því þeir byrjuðu í Hogwartskóla.
Mér fannst þessi bók mjög skemmtileg og spennandi því að þetta er einmitt sú bók sem höfðar til unga fólksins nú til dags. Ég er mikill aðdáandi þessara bóka og þetta er besta framhaldsbók allra tíma að mínu mati og langbesta bók sem ég hef lesið. Ég mæli eindregið með þessari bók sem höfundur að nafni J. K. Rowling skrifaði.