SPOILER ;)
Korkusaga er tvær bækur sem gefnar hafa verið út í einu bindi. Fyrri sagan heitir „Við Urðarbrunn“ en sú seinni „Nornadómur“. Ætlunin er að fjalla um sögurnar báðar. Bækurnar eru gefnar út af Máli og Menningu 1992 og 1993 og svo sameinaðar í einni bók, „Korkusaga“ sem er gefin út árið 2003. Vilborg fæddist árið 1965 á Þingeyri við Dýrafjörð. Korkusaga er 382 blaðsíður og samtals 30 kaflar allt í allt. Vilborg hefur einnig skrifað bækurnar: Eldfórnin, Galdur, Hrafninn og Auður; gefnar út á árunum 1997, 2000, 2005 og 2009.
Í Korkusögu er sagt frá Korku, dóttur ambáttarinnar Mýrúnar og er fædd og uppalin á Íslandi en Mýrún er írsk og Korka á því rætur sínar að rekja til Írlands. Í byrjun sögunar er sagt frá því þegar það fellur snjóflóð þar sem Korkar býr. Korka kemst ein lífs af og fer að Reykjavöllum sem er nágrannabær Álfshóll, þar sem Korka bjó, þar hittir hún Úlfbrúnu. Hún kemst svo stuttu síðar að því að hún er amma hennar. Aðrar persónur s.s. Hildigunnur (hálfsystir í föðurætt), faðir hennar Þórólfur o.fl. persónur koma misjafn mikið við sögu. Úlfbrún, amma Korku kann að lesa í rúnir og kennir Korku þá list. Korka er líka berdreymin og kemst að því í draumi að hálfsystir hennar, Gunnhildur sé ólétt eftir smiðjuþrælinn Hrafn. Þar sem Hrafn er finnskur og ber þess sterk merki er ekki hægt að ljúga til um faðernið. Hrafn er þræll og þess vegna verður Gunnhildur ambátt um leið og barnið fæðist. Gunnhildur er lofuð Gunnbirni og er hann frá Vestfjörðum. Hann mun líklegast ekki taka við henni ef hann kemst að hún ber barn undir belti. Korka leggur þá á ráðin. Hún ætlar að láta sem hún sé ólétt. Það var hægt að leyna óléttu Gunnhildar vegna þess hve grönn hún var.
Gunnhildur fæðir barnið og engan grunar neitt fyrr en eftir brúðkaupið, en þá er Korku nauðgað af manni sem ber nafnið Hallur. Hallur sér þá að Korka hafði ekki með nokkru móti getað hafa átt barn. Hann finnur einnig út að Gunnhildur sé rétta móðirin. Korka grípur þá hníf og í geðshræringu sinni stingur hún manninn í bakið. Upp kemst að Korka hafi myrt manninn og er hún læst inn í smíðaskemmunni. Gunnhildur kemur þá og hjálpar henni að flýja og hún tekur næsta skip til Heiðabæjar sem er í Danmörku. Þar er hún fönguð og seld manni, Atla að nafni og er hann víkingur. En seinna meir fór hún að líta á hann öðrum augum en eiganda, hrifning Korku á honum var líka gagnhvæm. Korka kemst í vandræði eftir að hafa spáð fyrir Ólafi sænska og Atli hjálpar henni að flýja til íslands, þar sem þau giftistast. Svo það sem eftir lifir sögunnar er fjallað um hvernig Korku og Atla gengur að fóta sig á Íslandi.
Korka er ótvíræð aðalpersóna bókanna. Hún er írsk í móðurætt og ber þess sterk merki. Hún er með dökkrautt, liðað hár og græn augu. Hún hefur há kinnbein, frekar þunnan munn og örlítið hökuskarð. Ég ímynda mér hana dálítið kattarlega án þess að sú lýsing sé gefin á henni í bókinni. Mér finnst Korka sem persóna mjög trúverðug, hún hefur sína kosti og galla eins og flest annað fólk. Úlfbrún, amma Korku, er frekar öldruð og lést í kringum brúðkau Gunnhildar. Ég held sérstaklega mikið uppá Úlfbrúni sem persónu og finnst Vilborg hafa náð sérlega vel að lýsa henni. Gunnhildur gegnir einnig mikilvægu hlutverki í bókinni. Hún er grannvaxin og fíngerð. Ég átta mig ekki vel á sambandi hennar og Korku, tilgangur hennar í sögunni er dálítið óljós. En hún er frekar veikgeðja og ég held að það sé það sem ég held hvað minnst uppá við Gunnhildi. Atli kemur mikið við sögu, en þó aðalega í seinni hluta Korkusögu, Nornadómi. Hann er ljóshærður og bláeygður. Samband hans og Korku var frekar stormasamt á tíma eftir að þau fluttu til Íslands en tókst engu að síður. Mér finnst persónan koma bara vel út, hentaði Korku ágætlega. Þórólfur, faðir Korku og kona hans, Steingerður koma eilítið fram í fyrri bókinni. Mér líkar einkar illa við Steingerði vegna hve stjórnsöm hún er. Svo missti ég nánast allt álit á Þórólfi eftir að hann neitar að samþykkja Korku sem sína eigin dóttur en finnst hann koma vel fram í bláendann á bókinni, þá loksins ákvað hann að samþykkja Korku sem dóttur sína. Bækurnar gerast á Íslandi stuttu eftir landnám, sennilega á tveimur árum, án þess að það komi beinlínis fram. Mér finnst Vilborg hafa lýst öllu afbragðs vel. Hún skrifar um fátækt og nær að lýsa henni vel. Sérstaklega fannst mér hún ná flugi, í lýsingum sínum, eftir að Atli og Korka komu aftur til Íslands.
Mér fannst sagan stórfín og með þeim betri bókum sem ég hef lesið. Ég hef nákvæmlega ekkert slæmt um bækurnar að segja, nema kannski að þær hefðu mátt vera lengri. Mér finnst frábært hve raunverulegt Vilborg gerði þetta og hvernig hún virtist hafa kynnt sér efnið mjög ítarlega. Bókin í heild var mjög raunveruleg, stundum kannski eilítið tilviljunarkennd en mér finnst það bara skemmtilegt. Hún gerist á miðöldum þannig erfitt er að miða við hvort hún hefði getað átt sér stoð í raunveruleikanum. Vilborg náði að framkalla spennu og gera litlu hlutina sem hefðu ekki átt að skipta miklu máli passa mjög vel inn í. Ég hugsa að bókin geti hent fólki á öllum aldri, alveg uppúr tíu ára aldrinum. Lokaniðurstaða mín er sú að mér fannst bókin í heild frábær og mjög skemmtileg lesning.