Góðan og blessaðan daginn!
Ég var að ljúka við þessa, mjög svo skemmtilegu, bók. Sólon Islandus eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Ég held að flestir sem þetta lesa kannist nú að einhverju leyti við þessa bók, ef þið hafið nú ekki bara lesið hana.
Hún er byggð á æfi Sölva Helgasonar, skálds og heimspekings, málara og gullsmið… Platon, Sólon, Sókrates, Kant og Spinoza eru meðal andanna sem hann elta landshorna á milli.
Eitt það skemmtilegasta við þessa bók, að mér fannst, var að sjá hvað hann Dabbi hefur gríðarlega góð tök á tungunni. Formið hefði dugað mér, en innihaldið var svo sannarlega góður “bónus”.
Maðurinn fæddist, í raunveruleikanum, árið 1820 og ætlaði sér alltaf stóra hluti. Hann hreykir sér og lýgur á sig jeppasögunum, einhver hróðugasti maður sem ég hef “kynnst”.
Þessi bók er tæplega 500 síður, og ég gat ekki lagt hana frá mér… býst við því að lesa hana einhverntíma aftur, hún er frábær! En mig langar óskaplega mikið að spyrja, ef einhver veit, að hve miklu leyti þetta er samkvæmt æfi Sölva. ????
þetta samdi Þorsteinn Gissurarson um Sölva
Mér þykir það meira en von
að menn þig flestir hati
herra Sölvi Helgason
húsgangurinn lati.
Þegar Sölvi frétti vísuna eftir Þorstein sneri hann henni á þessa leið:
Mér þykir það meira en von
að menn þig allir prísi
herra Sölvi Helgason
heimspekingurinn vísi.
Svo samdi hann margar hnyttnar vísur, alltaf fullar af montni og stundum stórmennskubrjálæði:)
en endilega fræðið mig um það hvort þetta hafi verið mjög líkt raunverulegri æfi Sölva, það sem ég var að lesa. OG svo, er eitthvað til, útgefið, af því sem hann skrifaði um æfina? annað en bara vísur… hann var alltaf að skrifa eitthvað:)