
Í bókinni er meðal annars kennd 3ja og 6 mínútna dagförðun og ýmiss konar kvöld- og tískuförðun sem sýnd er með skemmtilegum ljósmyndum, sumar skref fyrir skref. Fyrir vikið verður ýmislegt sem hefur vaxið konum í augum, eins og skyggingar og smoky leikur einn.
Bókin er hnitmiðuð og einföld í notkun og nú er komið að þér að eiga þína eigin stund, njóta hennar og vera ánægðari með sjálfa þig á eftir.