Þetta bókmenntaritgerð um Sverðberann eftir Ragnheiði Gestsdóttur í Íslensku fyrir stuttu… áhvað að senda hana sem grein hingað inn… ég set þó ekki persónulýsingar eða eitthvað þannig með ég sendi bara inn söguþráðinn og lokaorðinn hingað inn.
Söguþráður
Það tók Signýu nokkurn tíma að komast útúr húsinu. Mamma hennar vildi ekki leyfa henni að fara og hún var að vera of sein á fund með vinum sínum. Hún hafði fundið fullkomið nafn á karakterinn sinn í spunaspilinu sem þau voru að spila, Leda átti hún að heita. Hinir krakkarnir stríddu henni að hún heiti eftir einhverjum svani í grísku goðafræðinni.
Andri hafði gleymt að ná í Dóru kærustuna sína í vinnuna og hún vann rétt hjá Pítsustað svo að allir hinir krakkarnir fóru með honum í bílinn svo þau gætu fengið sér Pitsu, þau þurftu að bíða í smá stund eftir Pítsunni og þau fóru á rúntinn á meðan. Bíllinn rann til í hálkunni sem var á veginum og klessti á vegg, allir krakkarnir slösuðust, þó mis alvarlega Signý lenti á sjúkrahúsi og er í dái, vinir hennar og strákurinn sem hún var hrifinn af lenti einnig mjög slasaður á spítala.
Hún vaknar sem Leda í eyðimörkinni – persónan henna úr spilinu í öðrum heimi, heiminum sem að þau í hópnum hennar höfðu búið til. Leda horfir yfir svartan sandinn, Hún fann fljót sem rennur í gengum eyðimörkina og nær að svala þorsta sínum og þvo sandinn af sér. Hún sér í fjarlægð hraunið og stefnir þangað í von um samastað til að sofa á yfir nótina og kannski berjum til þess að sefja hungrið. Hún finnur sér hellisskúta í hrauninu og sefur þar um nótina.
Á meðan í hinum heiminum liggur Signý í sjúkrarúmi í dái
Leda vaknar við að ung og þokkafull vera stendur yfir henni og segist hafa verið að leita a henni, hún segir henni að hún sé sverðberinn og að þau hafi öll verið að bíða eftir henni. Hún fer með Ledu sem er með brotinn handlegg í líknarlaugina til að græða öll hennar sár og þar fá þær flösku úr vatni laugarinnar að gjöf frá annarri veru af sömu tegund og veran sem Leda fylgir. Svo halda þær förinni áfram. Leda og álfurinn sem leiðir hana í gegnum landsvæði tröllanna hafa ekki þurft að borða eða drekka vegna vatsins sem þær fengu frá hinni álfkonunni í líknarlauginni. Leda og álfurinn finna sér skjól fyrir myrkur og sofa þar og í dagsbyrjun halda þær förinni áfram. Þær eru nú búnar að vera á ferð í tvo daga. Ferðin meðfram mjóum stígnum sem umlíkur klettinn tekur lengri tíma en þær héldu og fyrr en varir er komið myrkur áður en þær eru komnar á áfangastað.
Örninn- njósnari tröllanna sér til þeirra og er vís til að ráðast á þær en óvænt bogaskytta bjargar þeim. Hann bjargar þeim aftur síðar um nóttina þegar tröllin eru komin á stjá og þau þurfa að hlaupa meðfram klettinum til að bjarga lífi sínu. Bogamaðurinn, sem er greinilega álfur líka leiðir þær að búsvæði Dverganna. Þeir taka vel á móti henni og ferðafélögum hennar. Þeir vita að hún er sú sem þau hafa verið að bíða eftir.
Þeir segja henni söguna um tvíburakórónurnnar og um hvernig drottiningin þeirra lagði bróður sinn í álög og er nú með íshjarta eftir að hafa borðað snjóinn í fjöllunum. Hún ræður nú yfir landinu og vegna hennar er allt landið kúað. Næsta dag dulbúa Dvergarnir hana sem álf. Þau leggja af stað langa leið dulnúin sem vinnufólk. Þau gefa henni nafnið álfnafnið Loha til að blekkja verðina á landamærunum.
Signý er ekki komin til meðvitundar ennþá en allir aðrir sem voru í bílnum með henni hafa vaknað en en strákurinn hefur hlotið mænuskaða og er ekki víst um að hann nái sér að fullu.
Þau komast framhjá vörðunum en þeir eta mikið af byrðunum sem þau báru með sér í vagni.
Stuttu síðar koma þau í bústað álfanna. Leda á í erfiðleikum með að sjá sumar verunnar í þessum heimi en annar álfurinn segir henni að hún muni fljótt venjast þessu.
Verðirnir koma brátt og smala saman öllum ungum álfum til þess að vinna að ná í snjó úr fjöllunum fyrir drottninguna með íshjartað. Annar ferðafélagi hennar er tekinn.
Þær flýta sér til foreldra álfkonunnar sem fylgir Ledu. Þar geta þær fengið skjól.
Heima hjá Ledu segir pabbi álfkonunar hennar frá galdramanninum sem ól upp drottininguna og bróður hennar þegar þau voru lítil, sem er nú í útlegð og býr í ískastala á jöklinum.
Leda fer um nótina frá álfunum og út til að finna þennan galdramann til að fá leiðbeiningar og svör við því hvað hún eigi að gera. Það eru svanirnir sem vísa henni veginn í átt að jöklinum. Leda kemst loksins að rótum jökulsins eftir að hafa gengið í allan dag og er nú sársvöng og þreytt, hún legst því niður í grjótið og hverfur inní heim draumanna. Hún vaknað við sáran verk frá sverðinu sínu sem stingst inní síðuna á henni. Hún staulast aftur upp og útí auðnina.
Hún finnur hest álfkonunnar á jöklinum og getur með naumindum staulast á bak. Hún er feginn að finna aðra lifandi veru útí auðninni og finna hlýjuna fá hestinum. Hesturinn ræður ferðinni, Jada liggur hálfsofandi á baki hestsins. Hesturinn leiðir hana áfram þangað til að hann stoppar og Leda finnur að einhver tekur hana niður af hestinum og ber hana inn.
Sígný er ekki ennþá vöknuð, hún hefur fengið smá hita en ekkert annað hefur gerst. Allir fjölskyldumeðlimirnir eru hjá henni til skiptis yfir daginn en bróðir hennar kemur á nóttuni. Hann hefur nær rofið öll samskipti við fjölskylduna sína, eftir að hann fór í neysluna.
Leda er vakinn upp af litlum dverg sem fyrir henni styrkjandi drykk. Hún er nú í íshöll galdramannsins, hann er sá eini sem getur sagt henni hvað ætlunarverk hennar sé í þessum heimi.
Hann segir henni að hún hafi langa ferð fyrir höndum, en hún verður sjálf að velja hvort að hún vilji halda áfram leiðinni. Hún verður að stinga sverðinu sínu í hjarta Ísdrottningarinnar segir hann en hún verði fyrst að fara í leiðangur til að styrkja sverðið, og það mun vera það erfiðasta sem hún hefur gert í þessum heimi. Hún heldur áfram för sinni, hennar ætlunarverk núna er að finna einhvern tind til að stinga sverðinu ofaní snjóinn og þar með styrkja sverðið, einnig verður hún að finna bæli elddrekans. Dvergarnir gefa henni mat og drykk fyrir förina,hlý föt og skíði til þess að komast hraðar yfir jökulinn.
Hún gengur allan daginn og alla nóttina til þess að finna tindinn sem hún er að leita að. Þegar hún finnur hann nær hún með naumindum að stinga sverðinu sínu ofaní áður en hún dettur niður, algerlega úrvinda. Hlynur, strákurinn sem Signý er hrifinn af er nú vaknaður, hann er nú í hjólastól, hann er lamaður núna og er ekki víst um að hann muni ná sér aftur, hann er nú á leið til að hitta Signýju.
Leda vaknar við að svanirnir eru komnir aftur, þeir ilja henni og veita henni skjól fyrir vindinum. Svanirnir vísa henni örugga leið af jöklinum.
Hún er særð, fætur hennar eru bólgnir og sárir eftir kuldann og grjótið sem að hún er búin að ganga á lengi. Hún notar eitthvað af vökvanum sem að álfkonan við laugina gaf henni. Hún heyrir óp í fjarska og fer að athuga hvað það sé. Álfarnir sem eru að ná í snjó úr fyrir drottninguna eru þarna ásamt vörðunum.
Leda reynir að finna leið til þess að frelsa þá. Hún stuggar hestum varðanna svo að alger ringulreið bríst út og það endar með að álfarnir drepa verðina, Leda hittir aftur bogaskyttuna sem bjargaði henni og álfkonunni frá tröllunum. Hún heldur för sinni áfram eftir að hafa græt þau sár sem að hún gat með vökvanum sínum og hjálpað álfunum með að grafa gröf handa hinum látnu. Bogaskyttan sagði henni hvert hún ætti að fara, í gufudalinn, þangað stefndi hún núna.
Hún finnur bráðlega bæli elddrekans og berst þar við hann, þrátt fyrir að vera alveg hreint uppgefinn. Við fyrsta tækifæri stingur hún sverðinu í hraunvellinginn sem umlíkur hana, styrkt með ís og styrkt með eldi það var hennar ætlunarverk í þessari för. Hún finnur brátt hestinn aftur, hann bíður hennar þegar hún er að þrotum komin, þegar hún staulast burt úr bæli elddrekanns. Hann ber hana sofandi á bakinu til hallarinnar þar sem lokaverkefni hennar bíður hennar, að stinga sverðinu í kalt hjarta Ísdrottningarinnar.
Inní höllinni þá finnur hún stóra gryfju, þar sem fangar drottningarinnar þurfa að húka við einsemd og volæði. Henni finnst hún ekki geta haldið áfram fyrr en hún er búin að frelsa fanganna.
Þegar því er lokið heldur hún för sinni áfram í gegnum höllina og hættir ekki leit sinni fyrr en hún kemur að rekkju konungsins sem liggur þar í rúmi sínu í álagasvefni. Hún getur ekki vakið hann, það er sama hvað hún gerir hann liggur þarna grafkyrr með áragamalt ryk ofaná sér.
Hún tekur allt í einu eftir því að drottningin stendur fyrir aftan hana. Henni bregður við þegar Leda segir að hún sé sverðberinn. Hún tekur fram gyllt sverð sem hún náði af veggnum til að verja sig en samt sem áður nær Leda að stinga sverðinu sínu í hjarta hennar og bræða ísinn sem er þar. Henni finnst að drottninginn eigi ekki skilið að deyja svo að hún gefur henni dropa af vökvanum sem hún hefur í flöskunni.
Hún byrjar svo á því að bera drottningunna og þar næst konunginn í átt að hásætunum. Hún kemur þeim varlega fyrir þar og setur á þau kórónunnar þeirra. Hún veit ekki fyrr en bogaskyttan er við hlið hennar og fjöldinn allur af álfum líka. Þau syngja á fornu máli álfanna og smá saman tekst þeim að vekja upp konunginn og drottninguna. Leda er þá kominn upp á efsta tind hallarinnar, hún veit að hún á ekki heima í þessum heimi, þótt henni þykji mjög vænt um hann. Hún afklæðist sínum fötum og stekkur niður í kalt vatnið sem bíður hennar þarna niðri.
Signý opnar augun á þeirri stundu, ætlunarverki Ledu var lokið og nú var tími til þess að vakna.
Lokaorð (Gagnrýni)
Ekki gat ég fundið nein boðskap með þessari sögu en það hefur heldur ekki mín sterkasta hlið. Hún kom samt með þetta vanalega að góða vinnur alltaf það illa á endanum og að flest allir eigi það skilið að fá annað tækifæri, einsog Leda gerði þegar hún læknaði sært hjarta drottningarinnar með töfradrykknum sínum en hún trúði því að enginn væri það vondur og að hún væri ekki það vond innst við beinið. Líka að maður verður líka stundum að hugsa um aðra heldur en sjálfan sig. Höfundurinn kom með eitthvað viðhorf á eiturlyfjum og að fólk gæti virkilega breyst ef það vildi einsog bróðir Signýjar gerði í bókinni og að fjölskyldan verður að standa saman.
Sagan endar á besta veg einsog hugsanlega getur gerst í bókum, hið góða sigraði hið illa og álfaþjóðin er frjáls á ný og Signý vaknaði loksins og gat haldið áfram með lífið sitt með fjölskyldu og vinum.
Að mínu mati þá fannst mér sagan ekkert sérstök, sagan hljómar spennandi og heillandi þegar maður les aftaná bókakápuna en hún var ekki það vel skrifuð og hélt engan veiginn athygli minni svo ég var ekki mikið að hugsa um söguna, það eina sem ég hugsaði um var að klára bókina af sem fyrst svo ég gæti farið að gera eitthvað.
Hún byrjaði samt nokkuð vel en svo fjaraði það út, smátt og smátt. Ekki fannst mér það vera auðvelt verk að lesa bókina enda gat ég einfaldlega ekki haft nein áhuga á þessari “fantasíu“ sem höfundurinn var að reyna að koma með. Ég verð að vera sammála við gagnrýnandann með að þetta hafi verið margverðlaunuð mistök og ætti greinlega ekki að vera kölluð fantasíu bók. Það þýðir ekki að setja álfa, tröll og galdramenn í söguna til þess að búa til góða fantasíu, þetta var næstum því einsog það hafi verið klippt út nokkur atriði úr þekktustu verkum fantasíuhöfunda og sett saman í eina bók einsog galdramaðurinn var hreinlega lýst einsog Dumbledore úr Harry Potter bókunum eða Gandalf úr Hringadrottinsögu, maður var bara hissa að hún skyldi ekki rekast á talandi hest einsog í Narniu.
Hún flæddi ekki nógu vel og hún gat aldrei nein staðar komið með skemmtilegan kafla þar sem maður iðaði í skinninu með að það vita hvernig hún þetta myndi enda. Leda náði alltaf að koma sér undan öllu án þess að reyna nokkurn skapaðan hlut á sig og ekkert kom manni neitt á óvart í sögunni. Alltaf virtist sem að allt væri grámyglulegt og leiðinlegt í þessum heimi og þess vegna gat maður ekki farið að dreyma um að fá að fara þangað eftir að lestrinum var lokið einsog manni líður eftir að hafa lesið mjög góða fantasíu. Ég nennti ekki að lesa yfir síðustu kaflanna alltof ýtarlega og hraðlas því yfir þetta til þess að vera búin með þetta sem fyrst. Leda sem var aðalpersónan í bókinni var afskaplega leiðinleg enda virtist einsog hún hefði ekkert líf í sér og var ekki trúverðug.
Kannski er ég of dómhörð á þessa bók eftir að hafa lesið eingöngu fantasíu bókmenntir í um nær 3 ár þá gef ég mikklar kröfur til slíkra bóka þegar ég les þær. þetta er bara mín skoðun ^^