Allavega mér skilst ég ætti nú að skrifa smá um þessar "Twilight bækur“..
Fyrsta bókin heitir náttúrulega ”Twilight“ og er um stelpu sem heitir Isabella Swan (Bella) sem fer í nýjan skóla út af einhverjum ákveðnum ástæðum. Þar kynntist hún Edward Cullen sem hún verður innilega ástfangin af. Seinna kemst hún að því að hann er vampíra… Þau lenda í alls konar ævintýrum.
Bók nr. 2 heitir ”New Moon“. Bella vill endilega vera vampíra en Edward vildi ekki að hún myndi ganga í gegnum eitthvað svona hræðilegt. Þau skiljast og Bella kynnist nýjum náunga (sem var líka nefndur í bók nr. 1) sem heitir Jacob. Hann gerði það að verkum að hún varð ekki klikkuð. Jacob var mjög hrifinn af henni en hún getur aldrei gleymt Edward… Ok, ég vil ekki spoila þetta ALVEG.. þannig þið verðið bara að lesa þetta. Ég er varla búin að spoila samt..
Bók nr. 3 heitir ”Eclipse“ sem ég er að lesa núna. Mér skilst þetta vera aðallega um Bella að vilja vera vampíra og að þurfa að velja milli Edward og Jacob..
Bók nr. 4 heitir ”New Moon“. Þessi bók er mega þykk og ég hlakka geðveikislega til að lesa hana! Ég held að Bella muni giftast Edward og hún verði vampíra.. En ég hef ekki lesið þetta ennþá þannig að þetta var bara frekar tilgangslaust.
Það er verið að búa til kvikmynd úr þessu sem heitir ”Twilight" og ég held að hún komi út í nóvember. Ef ég hef rangt fyrir mér megið þið leiðrétta í athugasemdum.
kengúúrúúú-íííís