Ég er dulítill bókaormur og les mikinn og fæ yfirleitt eitthvað af bókum í jólagjöf. Eina slíka fékk ég frá vinkonum núna síðastliðin jól að nafni Watership Down eftir Richard Adams. Bókin er skrifuð 1974 og fjallar um kanínur í kanínubyggð í Bretlandi sem neyðast til að flýja þaðan og finna sér nýjan stað til að búa á.
Með nokkrum öðrum góðum kanínum í fylgd með sér taka þeir sér ferð á hendur í leit að betra lífi og takast á við hin ýmsustu ævintýri.

Þetta virðist kannski uppskrift að látlausri fallegri barnabók, BUT DON'T BE FOOLED!! Watership Down er blóðug saga af vináttu, svikum, hatri, hetjum og vel krydduð með snilldar húmor.
Hún er hlýleg en samt ógeðslega spennandi, fyndin en samt sorgleg…
Hún er snilldarlega skrifuð (ég veit ekki hvort hún hafi verið þýdd), og enskan í henni er svona ekta, nett posh enska sem svona miðaldra fólk í englandi hefur talað árið 1974 og það gefur bókinni soldið sérstakan blæ :)

Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn gripinn af einni bók og þessari og ég mæli með henni VIÐ ALLA!
Ef ég yrði að gefa einkunn væri það svona … 9/10

Fleebix / AtliViðar

p.s. svo er teiknimyndin líka til.. en hún styttir bókina heilmikið og er ofurlítið viðbjóðslegri. og með músík eftir Simon & Garfunkel. eða hvort það var bara Garfunkel… man iggi…