Ég hef verið að lesa bók sem heitir <b>Gyllti áttavitinn</b> og vill bara segja ykkur að það er frábær bók og að mínu áliti, miklu betri en Harry Potter eða Artemis Fowl. Henni er ekki hægt að líkja við neitt sérstakt, hún gerist í heimi, líkum okkar en þó á margan hátt öðruvísi, og er um MJÖG undarlega en samt MJÖG gáfaða stelpu sem heitir Lýra og fylgjuna hennar Pantalæmon.

Ég get varla sagt meira án þess að skemma, en munið eftirfarandi:
Í byrjun bókarinnar er margt skrítið sem ekki er útskýrt, og hún er eiginlega fáránleg, en <i>alls ekki</i> gefast upp, allt skýrist út á endanum og þá eruð þið tilbúin að klára bókina og byrja á þeirri næstu sem heitir Lúmski hnífurinn, ég er nýbyrjaður á henni (Lúmska hnífnum) og finnst hún góð. Þriðja og síðasta bókin er ekki komin út á íslensku en hún heitir á ensku —-The Amber Spyglass—-

Norðurljósabókaflokkurinn:
Gyllti áttavitinn (The Golden Compass)
Lúmski hnífurinn (The Subtle Knife)
?Amburmagnskíkirinn? (The Amber Spyglass)

kariemil
Af mér hrynja viskuperlurnar…