Höll minninganna Ég fékk þessa frábæru bók í jólagjöf. Bókin er eftir höfundinn Ólaf Jóhann Ólafsson sem meðal annars skrifaði bókina
“Sniglaveislan”.
Höll minninganna var söluhæsta bókin fyrir jólin í ár.
Bókin fjallar í stuttu máli um mann sem flyst yfir til Ameríku og verður þar einkaþjónn hjá ríkum manni. Þar með yfirgefur hann eiginkonu sína og 4 börn og þau heyra aldrei í honum aftur. Bókin segir frá sögu hans, hvernig hann kom þangað og frá vist hans þar. Það er kannski rétt að geta þess að bókin gerist snemma á síðustu öld.
Sagan er byggð að hluta til á sönnum atburðum og er maður að nafni Árni Benediktsson er fyrimynd aðalsögupersónunar í bókinn, en hann heitir Kristján Benediktsson (aðalsögupersónan þ.e.).
Ég vill nú ekki segja of mikið frá bókinni því maður vill ekki segja frá öllum söguþræðinum, en ég hvet sem flesta til að lesa hana. Frábær bók í alla staði !

Kv. Alfons
-Song of carrot game-