Mörgum gæti fundist að ég sé að staðhæfa hið augljósa en ég vil fá álit á þýddum bókum. Ég hef lesið mest á íslensku en eitthvað á ensku og dönsku. Mikilvægt er að þýða fyrir almenninginn en stundum finnst mér það gert í of mikilli fljótfærni.
Þessi bók, Nítján mínútur, var áhrifamikil í sjálfu sér en ég tók strax eftir því í fyrsta kaflanum að ég hefði frekar átt að lesa hana á ensku. Ég er ekki að reyna að gera lítið úr vinnu Ingunnar Ásdísardóttur, mér þótti bara illa farið með íslenskuna í fljótfærninni.
Kannski að það sé best að lesa bækur á frummálinu til þess að losna við utanaðkomandi áhrif á verkið. En ég á auðveldara með að lesa á mínu móðurmáli.
Ég er alveg á báðum áttum á þessu máli. Nítján mínútur gerði ekki mikið til að hjálpa málstað þýddra bóka en Harry Potter finnst mér mjög vel þýddur. Eiga þýðendur þeirra bóka lof skilið fyrir framúrsakarandi vinnu.
Hvort lest þú meira á frummálinu eða þínu móðurmáli?
Have a nice day