Molloy - Samuel Beckett Ég var að enda við að ljúka þessarri mögnuðu bók. Og ætla ég mér að reyna að segja ykkur svolítið frá henni án þess að eyðileggja fyrir þeim sem munu koma til með að lesa þessa bók. Hún er neflinlega þess eðlis, held ég, að mjög auðvelt er að eyðileggja hana uppað ákveðnu marki. Nóg um það.

Molloy er eftir Samuel Beckett, sem er að því er virðist það skáld sem ég horfi langmest upptil og dái fyir dulúð og torræðni. Þeir sem lesið eða séð hafa Beðið eftir Godot ættu að vita hvað talað er um, það leikrit trónir á toppnum yfir alla aðra samsetningu orða hvað mig varðar. Það er hægt að finna endalausar myndlíkingar og merkingar og merkingarleysi og barasta hreinustu snilld í því verki. Þeir sem hafa aldrei heyrt á það minnst skulu bæta úr skák og lesa það hér:
<p><a href="http://www.geocities.com/kamikaze_contralto/Godot/text_files/Act_I.html“>Lesa!</a></p>

En jæja, Molloy, Þetta er stutt bók, aðeins 200 bls. sem samanstanda af tveimur köflum, 100 síður hvor. fyrri kaflinn er aðeins tvær málsgreinar, önnur 150 orð, hin 40.000! Bókin er að mestu leyti um mann sem ferðast um á hjóli með stífan fót og hækjur í leit að móður sinni, ef hann man það, meðan staurfóturinn versnar og versnar. Kápa: ”sagan er draumkennd leiðsla gegnum tíma og rúm þar sem framvindan hverfist um bið, leit, minningar og minnisleysi - fánýti tilverunnar“

Sigurður A. Magnússon skrifar skilmerkilegan og stuttan eftirmála, sem hjálpar mikið til með að staðsetja verkið í bókmenntasögunni.

Samuel Beckett fékk nóbelinn árið 1969.

ég ætla að láta fylgja helvíti skemmtilega lýsingu á fyrstu kynlífsreynslunni sem er að finna á bls. 63 bókin er í þýðingu Trausta Steinssonar:

”Hún var með gat á milli fótleggjanna, ó ekki þess konar tappagat sem ég hafði alltaf ímyndað mér, heldur rifu, og í hana setti ég, eða öllu heldur hún, minn svokallaða karlmannslim, ekki án erfiðis, og ég puðaði og púlaði uns ég losaði eða gafst upp á að reyna eða hún grátbað mig að hætta. Bjánalegur leikur að mínu viti og þreytlegur til lengdar. En ég gaf mig að með allmikilli reisn, þar sem ég vissi að þetta var ást, því hún hafði sagt mér það. Gigtar sinnar vegna beygði hún sig yfir sófann, og inn fór ég aftan frá. Það var eina stellinginn sem hún þoldi, lendagigtarinnar vegna. Mér fannst ekkert athugavert við hana, því ég hafði séð hunda, og ég varð steinhissa þegar hún trúði mér fyrir því ða það væri hægt að fara öðruvísi að. Hvað skyldi hún hafa átt við nákvæmlega? Kannski var það eftir allt saman í rassinn sem hún setti mig í. Ekki svo að skilja að þetta skipti nokkru minnsta máli. Ég þarf ekki að taka það fram. En er það sönn ást, í rassinn? það er þetta sem heldur fyrir mér vöku stundum. Hef ég aldrei kynnst sannri ást, eftir allt saman? Hún var líka einstaklega flöt kona og hún hreyfði sig með stuttum stirðum skrefum, og studdist stundum við íbenholtsstaf. Kannski var hún líka karlmaður, enn einn karlmaðurinn. En í því tilfelli hefðu eistu okkar örugglega rekist saman á meðan við skökuðum okkur. Kannski hélt hún sínum þétt í lófunum, til að forðast árekstur [...] Hún mátti engan tíma missa, ég hafði ekkert að missa, ég myndi hafa elskað geit, til að fá að vita hvað ást var."

En gerið það fyrir mig að dæma ekki alla bókina útfrá þessu broti, það er stórhættulegt:)