Fyrir ykkur sem eruð að leita að bókum til að gefa í jólagjafir vil ég mæla með Ameríska draumnum eftir Reyni Traustason.
Í þessari bók eru sagðar í fremur stuttu máli saga 5 Íslendinga sem eiga það sameiginlegt að vera búsettir í Ameríku.
Þeir sem teknir eru í þessari bók eru:
Bjarni Tryggvason geimfari. Fluttist frá Íslandi árið 1953 og hefur fengist við margt síðan.
Hallfríður Schneider, var í ástandinu svokallaða, giftist hermanni og fluttist, spennandi að fá þessa innsýn inní líf hermanna og fluttningar.
Jón Grímsson, oft kallaður Leirfinnurákaflega spennandi saga um skemmtilegann mann.
Og síðast en ekki síst eru það aðalræðismannahjónin Kristín og Hilmar skagfield, Kristæin er tískuhönnuður og Hilmar iðnrekandi búsett í Flórída.
Þessi bók að mínu mati er skemmtileg lesning fyrir nánast alla aldurshópa, skemmtilegur ritstíll gerir það að verkum að engum leiðist við að lesa þessa bók. Hún hefur fengið góða dóma frá öllum þeim sem ég þekki og hafa lesið hana =)
Gleðileg jól =)