Hæ. Í þessari grein ætla ég að fjalla aðeins um uppáhalds rithöfundinn minn, Chuck Palahniuk, sem almennt er talinn einn áhugaverðasti ungi rithöfundurinn í dag. Hann hefur skrifað fjórar bækur, Fight Club, Survivor, Invisible Monsters, og Choke. Ég veit reyndar ekki hvort nokkur hefur áhuga á að lesa þetta, og stórefa það meira að segja, en mig langar til að skrifa þetta, þannig að here goes:
Fight Club var fyrsta bókin sem Palahniuk skrifaði. Hún er líka frægust af þeim, þar sem David Fincher gerði (eins og flestir ættu að vita) bíómynd eftir henni með Brad Pitt, Edward Norton og Helena Bonham Carter í aðalhlutverkum. Hún fjallar um mann sem lifir gríðarlega leiðinlegu efnishyggjulífi og þjáist af svefnleysi. Hann hittir síðan sápugerðarmann að nafni Tyler Durden í flugvél, og hlutirnir æxlast þannig að þeir byrja að búa saman í risastóru yfirgefnu húsi og stofna saman “Fight Club”. Fyrirbærið vindur upp á sig og er fljótlega orðið að risastórum hryðjuverkasamtökum. Ég ætla ekkert að segja meira ef vera skyldi að einhverjir hérna séu ekki búnir að sjá myndina. Þetta er algjör snilldarbók og góð ádeila á nútímasamfélagið. Bíómyndin nær nokkuð vel að fylgja bókinni, þó auðvitað sé nokkrum hlutum breytt, eins og t.d. endinum. Þess má annars til gamans geta að audio commentary-ið hjá Palahniuk og Jim Uhls handritshöfundi, sem er á DVD-disknum, er eitt það besta sem ég hef heyrt. Þar kemst maður til dæmis að þeirri frekar disturbing staðreynd að flest af þessum über-furðulegu hlutum sem gerast eru hlutir sem Palahniuk lenti sjálfur í (t.d. þetta þegar sögumaðurinn kemst að því að orkudýrið hans er mörgæs sem segir honum “slide!” - hann gerði þessa hugleiðingaræfingu einhvern tímann og þetta var það sem gerðist).
Næsta bók Palahniuk var Survivor, sem er mín uppáhaldsbók eftir hann. Fólk hafði miklar væntingar til hans eftir Fight Club, og mér finnst honum takast vel að standa undir þeim. Survivor fjallar um mann, Tender Branson, sem var í nokkuð furðulegum sértrúarsöfnuði (þar sem hann var látinn læra að verða húsmóðir og síðan gerður að húshjálp hjá ríku fólki sem borgaði söfnuðinum), og endar að lokum sem eini eftirlifandi meðlimur hans þegar allir hinir fremja sjálfsmorð. Við þetta verður hann e.k. trúar-celebrity, og byrjað er að selja ýmsan varning sem tengist honum. Inn í þetta fléttast síðan samband hans við “surrogate mom” (man ekki íslenskuna yfir þetta, svona kona sem hjón ráða til að ganga með barnið sitt) sem sér fram í tímann. Í upphafi bókarinnar er Tender Branson einn í farþegaflugvél á leið til Ástralíu, þar sem hann ætlar að brotlenda henni og þar með drepa sjálfan sig. Hann segir síðan ævisögu sína, allt frá því hann var barn í sértrúarsöfnuðinum þar til hann var orðinn súperstjarna, og lætur svarta kassann taka hana upp í þeirri von að hann finnist og einhver heyri sögu hans. Bókin er skrifuð í sama narrator-stíl og Fight Club, og oft droppar sögumaðurinn inn upplýsingum sem eiga ekkert skylt við það sem er að gerast. Til dæmis tekur hann tvö frábær monologue þar sem hann gefur góð ráð hvað varðar ýmis heimilisverk, eins og hvernig best sé að hreinsa blóðbletti úr rúmfötum eða laga för í veggjum eftir byssukúlur þannig að enginn taki eftir því. Þetta er alveg bráðsniðug bók og eins og FC mikil ádeila á þetta markaðshyggjuþjóðfélag okkar.
Ég las síðan í sumar að það ætti að fara að gera bíómynd eftir Survivor með Madonnu í aðalhlutverki, og ætlaði Trent Reznor (9“ Nails) að sjá um tónlistina. Mér þykir þó líklegt að henni hafi nú verið frestað þar sem meðlimir trúarofstækishópa sem brotlenda flugvélum eiga litlum vinsældum að fagna í Hollywood núna.
Þriðja bókin var svo Invisible Monsters, sem mér finnst slökust af þeim (en samt er hún engan veginn léleg). Hún fjallar um ofurfyrirsætu sem lendir í slysi og missir við það andlitið í bókstaflegri merkingu (eða a.m.k. neðri hluta andlitsins, kjálkann og allt það). Líf hennar er í rúst þar sem hún er orðin að hálfgerðu skrímsli, en þá hittir hún Brandy Alexander, sem á aðeins eina aðgerð eftir til að verða fullgildur kvenmaður. Það er einhver aðeins meiri söguþráður í bókinni, en ég get ekkert meira sagt án þess að úr verði spoiler. Þessi bók er líka skrifuð í fyrstu persónu, og er á köflum bráðfyndin, en söguþráðurinn verður líka oft bara steypa og stundum virðist Palahniuk aðeins hafa misst stjórn á honum (verður stundum eins og bíómyndin Wild Things, plot-twistin eru orðin svo mörg að maður hættir að verða hissa). Samt sem áður er hún skemmtileg lesning.
Nýjasta bók Palahniuk, og sú eina sem ég hef ekki lesið, er Choke. Hún kom út í sumar í hardcover útgáfu, og kemur paperback útgáfan ekki fyrr en næsta sumar (þá ætla ég að kaupa hana). Hún fjallar um einhvern kynóðan brjálæðing og svindlara, og það sem ég hef lesið á amazon.com bendir til þess að hún gæti verið brenglaðasta bókin hans hingað til (og þá þarf mikið til). Ég hlakka mikið til að lesa hana, þó flestum finnist hún ekki jafn góð og hinar bækurnar hans.
Nú mun Palahniuk vera að vinna að Lullaby, sem á að verða hryllingssaga. Hún fjallar um tvær manneskjur sem þurfa að eyðileggja öll eintök af ákveðinni söngbók, sem inniheldur gamla afríska vísu. Þessi vísa er gædd þeim skemmtilega krafti að drepa hvern þann sem hlustar á hana. Hljómar vel, Stephen King style, og Hollywood er víst þegar komið með puttana í hana.
Þá þakka ég bara fyrir áheyrnina og vonandi fræddist einhver eitthvað af því að lesa þetta. Þeir sem vilja meira geta farið á www.chuckpalahniuk.net, þar er hellingur af upplýsingum.
iqbal
”The only difference between suicide and martyrdom is press coverage“
-Chuck Palahniuk, ”Survivor"