Aumingja Cujo, hann var orðinn gamall greyið en hafði alltaf verið góður hundur. En einn daginn sér hann kanínu, hann ákveður að elta hana, þó hann væri eiginlega alveg hættur svoleiðis látum. Alltíeinu hverfur kanínan ofan í holu, hann ákveður að elta hana niður í holuna en hann festist. Í holunni eru mikil læti og allt í einu bítur hann eitthvað! Það var leðurblaka sem beit hann í andlitið. Leðurblaka með hundaæði! Frá því að hann var bitinn fór hann að breytast, honum leið alltaf illa, fór að finnast allir vera á móti sér, allir voru að reyna að láta honum líða enn verr, sérstaklega manneskjurnar tvær sem fastar eru í bíl fyrir utan heimili cujos.
Um þetta fjallar bókin Cujo eftir Stephen King. Bókin kom fyrst út árið 1981 og kom kvikmynd 2 árum seinna.
Bókin er mjög góð en fókusar svoldið mikið á annað en aðalsöguna, margir segja að hún sé langdregin en þegar maður er byrjaður aðeins á henni getur maður engan veginn hætt.
***+/****