Leonard´s Maltin movie guide
Hinn frábæri kvikmyndagagnrýnandi Leonard Maltin hefur gefið út bók með yfir 30.000 gagnrýnum í. Ef þú hefur séð einhverja mynd (sem er ekki Íslensk) er nánast pottþétt að hún sé í bókinni. En maður getur verið mjög lengi að fletta upp á einhverri mynd vegna fjölda gagnrýnanna. Stjörnu gjöf Maltins er frá BOMB (0- 1 1/2 stjarna) og upp í fjórar stjörnur. Það stendur einhvað smá umallar myndir. Einnig stendur hver leikstýrði myndinni, hverjir helstu leikarar myndarinnar eru og hvað myndin var bönnuð innan í Bandaríkjunum. Það getur verið mjög gaman að fletta upp í bókinni en sumar myndirnar eru náttúrulega bara einhver skandall sem enginn hefur heyrt nefnda áður. Ég fékk mér bókina um daginn og mæli með henni!