Það er ein bók sem er búin að vera mikið í huga undanfarið. Þessi bók kom út fyrir nokkrum árum og heitir Seld og er eftir unga konu sem heitir Sana Muhsen. Þetta er sannsöguleg bók sem lýsir ömurlegu lífi þessarar ungu konu og systkina hennar frá því að hún er um fermingu og fram til fullorðinsáranna.
Þetta er enn ein sagan um misrétti kynjanna og illa meðferð á konum í þessum arabalöndum .Hún og systir hennar voru seldar til Yemen, en pabbi þeirra var þaðan en hann var giftur enski konu og þau bjuggu í London. Hann seldi þær án þess að þær eða móðir þeirra vissi af því.Þessi bók lýsir meðferðinni sem hún og systir hennar ári yngri fengu þegar þær komu til Yemen og hvernig pabbi þeirra hafði logið að þeim í byrjun um hvað fríið til Yemen að hitta afa sinn og ömmu yrði gott. Einnig kemur fram svolítið um önnur systkini hennar sem líka höfðu verið send að heiman og aldrei komið til baka.
Það er átakanlegt til þess að hugsa hversu mannskepnan getur verið misskunarlaus og illgjörn. Að svona skuli vera farið með fólk enn í dag. Það ömurlegasta er að gera svona við börnin sín !!! Þetta er kanski enn ein sagan sem lýsir illsku muslima þó ég hafi ekkert á móti þeim personulega.
Ég er búin að lesa þessa bók nokkrum sinnum því hún er vel skrifuð og fróðleg. Ég kvet ykkur öll til að lesa hana líka og reyna að ýminda ykkur aðsæður þeirra. Manni verður ósjálfrátt hugsað til veslings dætra Soffiu Hansen.
Endilega lesið þessa bók yfir hún er vel þess virði.