Five minute mysteries er bók eftir Kenneth J. Weber. Þegar ég sá hana fyrst leyst mér svakalega vel á hana, eitthvað til að dunda sér yfir, svo las ég hana, ekki alveg alla þó, heldur gafst upp vegna fáránleika flestra ráðgátnanna. Í einni þurfti maður t.d. að vita annsi margt um býflugur til að geta leyst gátuna, í annarri vita nákvæma hluti um flugvélamódel og í enn annarri var það veðurfar einhversstaðar í Bandaríkjunum á sérstökum tíma, aðrar gátur voru hinsvegar ágætar, passlega auðleysanlegar.
Áður en ég ákvað að skrifa hérna grein fór ég á amazon til að sjá álit fólks þar á henni, flestir þar virtust hafa lent í því sama, ekki vitað þessa hluti sem nauðsynlegt var að vita til að leysa gáturnar. Ég vona nú samt að einhver hérna sjái sér fært að lesa bókina (eða þær seinni) til að athuga hvort þetta hafi bara verði ég! :)
Just ask yourself: WWCD!