Bústaðarferð
Ormi hafði verið boðið að koma og vera yfir áramótin í bústað með félögum sínum. Þegar á áfangastað var komið byrjuðu nokkrir á því að kanna svæðið, en aðrir að slaka á. Ákveðið var að grilla úti og holan var grafin. Á meðan lærin voru grilluð var kofin skoðaður, og við nána athugun fannst bátur niðri í kjallara. Var svo beðið eftir lærunum. En þegar Svenni mætti í dyrunum með tvo kolamola leist nú ekki öllum á blikuna. Seinna um kvöldið var svo ákveðið að fara í veiðitúr, sem endaði með því að Svenni stakkst á bólakaf í ískallt vatnið.
Himnaríki
Linda hafði læðst inn í herbergi til Orms, og talaði eitthvað um að hún hefði sagt að þau ættu eftir að vera saman. Sem betur fer hafði Ormur ekki gleymt verjum í þetta skiptið og eyddu þau nóttinni hamingjusöm saman, að því smáatriði fráteknu að annar smokkurinn rifnaði, en það var bara smáatriði í huga Orms. En þegar þau vöknuðu og Linda komst að því að smokkurinn hafði rifnað var hún reið og rak Orm í burtu, og aumingja Ormur þurfti að labba aleinn í kuldanum alla leiðina heim til Reykjavíkur, eða þangað til hann fékk far.
Rakettur og pláss á báti
Um morguninn var Ormur tilneyddur til að fara með Ása að kaupa rakettur. Þeir bræður skunduðu niður á rakettumarkað skáta og keyptu fyrir þann litla pening sem þeir fengu. En einmitt þegar Ormur ætlaði að fara heim kom Maggi með risastórann og fokdýran rakettupakka í fanginu, og Ási hljóp til Orms og sagði honum að Maggi hefði keypt hann handa sér. Maggi bauð þeim bræðrum uppá kaffi og ís, og þegar þeir voru að kveðjast sagði hann Ormi að hann hefði ráðið sig á bát. Ormur óskaði honum náttúrulega til hamingju, og fékk þá jafnframt tilboð um að ef hann vildi þá gæti hann líka fengið pláss. Ormur fékk símanúmerið hans Magga og að því loknu skildu þeir. Í fyrsta skipti á ævinni vorkennir Ormur Magga.
Gamlárskvöld
Ormur hafði talað við Lindu fyrr um daginn. Hún hafði beðið hann um að koma upp í bústað til að vera með þeim um kvöldið, en hann laug því að hann væri búinn með alla tíkallana sína og skellti á tíkallasímann. Þegar Ormur og Ási komu aftur heim stirðnaði brosið sem hafði myndast við samræður þeirra bræðra á leiðinni heim við að sjá Hreiðar liggjandi krítarhvítan í sófanum. Hann þurfti að komast á sjúkrahúsið og mamma Orms hafði ákveðið að fara með honum, svo að þeir bræður Ási og Ormur þurftu að vera einir heima á gamlárskvöld. Um það bil þegar skaupinu var lokið hringdi móðir þeirra og tilkinnti að líðan Hreiðars væri stöðug. Þeir bræður fóru svo rétt fyrir miðnætti og kveiktu í flugeldunum, óskuðu hver öðrum gleðilegs nýs árs og þökkuðu fyrir það gamla.
Göngutúr
Nokkur tími var liðinn síðan á gamlárskvöld, allt jólaskraut horfið og fólk hætt að taka eftir spýtunum undan rakettunum sem höfðu dreyfst útum allt. Ormur gekk að húsi Lindu, og stoppaði þegar hún veifaði úr glugganum. Þau höfðu ákveðið fyrr um daginn að fá sér göngutúr. Þau byrja að ganga og voru búin að spjalla í örlittla stund þegar hún, líkt og Gunnfríður, varpaði sprengjunni og tilkynnti Ormi að hún væri ólétt, og að það væri án efa eftir hann. Og í fyrsta sinn í langann tíma varð Ormur Óðinsson orðlaus. Þau héldu göngunni áfram nokkra stund, spjallandi. Hún hafði bara viljað að hann vissi þetta og þegar þau höfðu lokið göngutúrnum hvarf Linda bara inn um dyrnar þegjandi og hljóðalaust.
Svindl
Ormur hafði brotist inn í Holtaskóla og stolið þar prófblöðum samræmdu prófana, ljósritað þau og gengið svo aftur frá frumritunum. Þegar hann mætti með prófin hjá Höllu var hún alveg æf, hvað hann héldi eiginlega að hann væri að gera, stefna framtíð sinni og hans eigin í hættu. En þegar hann útskýrði fyrir henni að þetta væri fyrir Ranúr, sem augljóslega myndi aldrei ná prófunum án “hjálpar” kom annað hljóð í skrokkinn. En þegar prófdagur kom, kom það í ljós að Ranúr hafði skrifað allt heila klabbið niður á vasaklútinn sinn og þegar hann tók hann upp í síðasta prófinu sá Bunan það og tók greyið inná teppi. Þegar hann kom út aftur sagði hann frá því að hann hefði verið sakaður um svindl, að hann hefði brotist inn en ekki Ormur, en hann hefði ekki viðurkennt neitt. Við þetta varð Ormur svo reiður að hann rauk inn á skrifstofu skólastjóra, skammaði kennarana fyrir að hafa farið svona með Ranúr og viðurkenndi að hafa einn verið að verki við að stela prófblöðunum og að Ranúr kæmi þar hvergi nærri.
Sjóferð
Ormur hitti Magga fyrir utan veitingastaðinn þar sem mamma Orms vann, og spurði aftur hvort tilboðið um plássið stæði enn. Maggi játaði því og skildu þeir síðan. Ormur flýtti sér heim, fór í langa sturtu og skrifaði sýðan skilaboð til móður sinnar um að hann kæmi ekki heim um kvöldið, pakkaði ofan í ferðatösku, flýtti sér niður á hópferðamiðstöð og beint til Sandgerðis. Þar vissi hann að bátur Magga átti að láta úr höfn seinna um kvöldið. Þegar í Sandgerði var komið fann Ormur bátinn og komst að nánast vandræðalaust. Nú biðu hans margar og erfiðar vikur, og oftar en ekki sofnaði hann örþreyttur eftir erfiðan dag. Ormur var loksins að læra að vinna.
Heima aftur
Ormur og Maggi urðu samferða aftur til Reykjavíkur eftir erfiðan túr, en þegar að heimili Orms var komið skildu þeir. Sú fyrsta sem Ormur hringdi í var náttúrulega Halla, sem svaraði um leið og vildi fá fréttir. Þegar Ormur var búinn að segja henni sínar fréttir, fékk hann að vita af því að Halla ætlaði að láta stytta á sér garnirnar, til að grennast. En einmitt í miðjum samræðum ræðst Ási inn og heilsar Ormi að indiána hætti. En þegar mamma hans kom um kvöldið, dauðþreytt og ekki í neinu skapi fyrir Orm, sem hafði ætlast til þess að fá kossa og knús, var öllu lokið. Hún sagði honum að hann þyrfti að tala við Lindu og það fljótlega.
Dómurinn
Ormur hafði barið að dyrum á húsi Lindu, og þegar móðir hennar hafði komið til dyra með þennann mannætusvip á andlitinu leið nánast yfir Orm. Og ekki varð það betra þegar honum var vísað upp í herbergi Lindu og hún byrjaði ræðuna sína um það að þau væru allt of ung og það kæmi ekki til greina að hún færi að eiga þetta barn. Þegar Ormur reyndi eitthvað að tala við hana byrjaði hún að öskra og móðir hennar kom inn og rak hann beinlínis út. Faðir Lindu fór að tala við Orm og rétti honum skjöl undir þeirri yfirlýsingu að þau væru bara formsatriði sem sönnuðu að um fullt samræði hefði verið að ræða. Ekki fór nú betur en svo að Ormur ældi yfir skjölin og strunsaði út grátandi.
Ljóð í Mogganum og sjúkrapróf
Í annari landlegu Orms var hann vakinn upp þegar Ási þrusaði í eyrað á honum að hann ætti að mæta í síman. Þar var á línunni maður sem sagðist vilja fá hann í myndatöku vegna ljóðanna sem hann hefði sent inn. Ormur kom af fjöllum því að ekki hafði hann sent inn nein ljóð, en komst nú fljótt að því að þar átti sök Gunnfríður systir. Þegar hann svo kom út af skrifstofu mogga karlsins mætti hann Arnóri Eiðssyni sem bauð honum heim til sín. Þegar heim í stofu var komið fékk Ormur þær fréttir að honum stæði til boða að taka sjúkrapróf ef hann vildi sem Ormur samþykkti og þakkaði fyrir sig.
Jarðarför
Það höfðu ekki komin neytt alltof margir í kapelluna, og Ormur hafði ekki þekkt alla. Þarna komu þó hans nánustu vinir, Halla og Ranúr, og fjölskyldan öll auk Kristrúnar. Hann átti að vera kistuberi, verk sem hann vann með sóma, en þó aðeins með hálfum hug því að hann trúði því ekki enn að Hreiðar gamli væri farinn, og bjóst alltaf hálfpartinn við því að sjá hann sitjandi á fremsta bekk. En allt kom fyrir ekki og Ormur kvaddi Hreiðar í síðasta sinn með því að gera krossmark yfir gröfina, og gekk síðan í burtu með vinum og ættingjum. Hann fann fyrir bréfi í brjóstvasanum sem Hreiðar ætlaði móður hans og heyrði röddu Höllu spyrja hvort hann hafi í alvöru trúað þessu með garnirnar. En í raun birtist honum Barngóði hrægammurinn sem á eftir að sækja okkur öll.
Lokaorð
Þegar ég las þessa bók komst ég að því að hún hafði engan eiginlegan söguþráð. Og það er kannski það sem gerir hana svo einstaklega skemmtilega og spennandi, maður veit aldrei hvað gerist næst. Boðskapur sögunnar held ég að sé bara sú að það borgar sig oftast að vera maður sjálfur. Eitt af því sem mér fannst gerast í þessari sögu var það hvað Ormur breyttist mikið á stuttu tímabili, frá algjörum tilfinningalega heftum strák sem var að reyna of mikið að vera svalur, í mjúkan og alvörugefinn náunga sem var bara hann sjálfur og þótti vænt um sig og sína, og ég held að honum hafi orðið það ljóst í lokin hvað hann lifði í rauninni góðu lífi, svona þegar hann hætti að einblína á það neikvæða. Einnig fannst mér það sniðugt hvernig höfundur fléttar inn allar þessar mismunandi sögupersónur og lætur það virka. Ég mundi ekki kalla þessa sögu dæmigerða unglingasögu, því flestar unglingasögur sem ég hef lesið hafa upphaf og endi, og oftast gerist eitthvað í upphafinu sem hefur bein áhrif á endinn. En í Gauragangi kemur það endinum ekkert við hvað var að gerast í byrjun og öfugt, enginn sá það fyrir sér að Hreiðar mundi deyja né að Linda yrði ólétt. Og því síður að Ormur fengi vinnu á bát. Mín niðurstaða er sú að bókin er bæði spennandi og skemmtileg, hægt að hlæja að henni og gráta í senn.
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.