Gerði ég mér góðan dag snemma árs og skrifaði ritgerð sem Íslenskuverkefni um Gauragang. Þótti mér þetta afbragðs verkfæri til fróðleiks fyrir þá sem vilja, og ákvað því að senda hér inn. En sökum lengdar sinnar (13 bls í word) mun hún koma í 2. hlutum!

Inngangur



Í þetta sinn mun ég vinna ritgerð um bókin Gauragang sem kom út árið 1988 hjá bókaforlaginu Mál og menningu og er eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem einnig hefur samið fjöldann allan af ljóðum, leikritum og sögum, eins og t.d. Meiri gauragang sem er framhald af Gauragangi og Hafið sem var kvikmynduð fyrir stuttu síðan í leikstjórn Baltasars Kormáks. Ólafur hefur þar að auki hlotið fjöldan allan af verðlaunum fyrir ritstörf sín þar sem meðal annars má nefna Þýðingarverðlaun Reykjavíkurborgar 1984, Bókmenntaviðurkenning Ríkisútvarpsins 1993 og Frönsku bókmenntaverðlaunin Les Boréales de Normandie fyrir bestu norrænu sakamálasöguna.
Gauragangur varð fyrir valinu vegna þess hve spennandi og skemmtilegt viðfangsefni bókin leit út fyrir að vera. Tilgangur minn með þessari ritgerð er þá að komast að niðurstöðu hversu skemmtileg og spennandi bók Gauragangur var í raun og veru!




Helstu sögupersónur

Ormur Óðinsson, aðalsögupersóna, er næst yngstur af fjórum systkinum sem öll búa hjá fráskyldri móður sinni í þriggja íbúða húsi. Systkini Orms eru heldur skrautleg, og öll hafa þau mismunandi áhugamál. Ási, litli bróðir Orms, er algjör snillingur, skrúfar sundur brauðristir og hefur möguleika á að verða næsti seðlabankastjóri. Gunnfríður stóra systir fynnst mér vera með skemmtilegri íbúum hússins, þar sem hún brýtur diska og öskrar útúr sér raddböndin í sífelldum erjum við Orm, en í rauninni þykir þeim afskaplega vænt um hvort annað. Og svo má náttúrulega ekki gleyma Hallfreði, íþróttafríkinni sem þykir ekkert skemmtilegra en að kasta bolta í net. Aðrir íbúar hússins eru Kristrún í risinu, afskaplega skapill kona sem fynnst ekkert skemmtilegra en að níðast á vesalings íbúum íbúðarinnar á neðstu hæð, Hreiðari gamla og kettinum hans honum Brandi. Lítið er vitað um Kristrúnu, en Hreiðar gamli er góður karl sem rekur fornbókabúð í íbúðinni sinni og fynnst ekkert betra en hafragrautur. Svo er náttúrulega líka hann Magnús, gamall sjóari sem leigir af móður Orms. Magnús fór snemma á sjó en þegar hann komst á efri ár þá sökk einn báturinn undan honum, og hefur hann aldrei jafnað sig eftir það, og því síður leifir Ormur honum að gleyma því. Það besta við Magnús er þó sú staðreynd að hann hefur komið Ása litla í eiginlegan föðurstað, þar sem Óðinn faðir krakkanna fór frá móður Orms til Fannýar, glæsipíu sem bjó í fallegu einbýlishúsi, en þykir miður hvað semur illa á milli hennar og flestra barnanna, og er það að mestu eins milli barnanna og Óðins, því að fæst hafa þau fyrirgefið pabbanum fyrir að hafa yfirgefið þau. Í vinahóp Orms má þá helst nefna Ranúr, eða Rúnar, sem er besti vinur Orms og tekur þátt í flestum prakkarastrikum hans, Höllu, bestu vinkonu hans, Svenna sveitó, meðlim hóps sem kallar sig barngóða hrægamminn, og svo náttúrulega Lindu, ástina hans Orms.

Fyrstu kynnin af Ormi

Þegar sagan byrjar er Ormur staddur í skólastofunni með bekkjarsystkinum sínum og Bununni, skapillum kennara sem er alls ekki hrifinn af Ormi. Ormur og Ranúr eru staddir á miðjum fundi bekkjarnefndar, en eftir stutt rifrildi við Bununa eru þeir reknir út og leggja af stað að heimili Óðins. Þegar þeir mæta þar er pabbinn ekki heima og þurfa félagar að bíða hjá Fannýju, þar til Óðinn mætir á svæðið og bjargar þeim. En þeir staldra ekki lengi og þegar þeir eru við það að fara réttir Óðinn út tvo tvö þúsund kalla og gefur þeim sinn hvorn, og bætir svo við að þeir megi eiga bjórinn sem þeir höfðu stolið úr ísskápnum áður en Óðinn kom heim. Að þessu loknu kveðja þeir og leggja af stað. En þeir fara ekki heim, heldur biðja þeir leigubílsstjórann um að keyra þeim á einhvern skemmtistað, svona til að koma peningnum í lóg.
Heima

Þegar Ormur vaknar eftir erfitt kvöld er efst í huga hans að hann yrði að hætta í skólanum, annað kæmi bara ekki til greina. En þegar hann ætlar að reyna að taka málið upp með móður sinni, mætir honum ekkert nema skipun um að haska sér, það væri súrmjólk á borðinu uppi. Ormur, sem reykir og drekkur eins oft og hann getur, kveikir bara í sígarettu og reykir, lýgur að mömmu sinni að hann sé að brenna reykelsi og vill fá veikindavottorð frá lækni sem hét Hörður, en hann er því miður dáinn. En móðir hans hringir í skólan til að tilkynna um veikindi. Hann fer niður til Hreiðars gamla að kjafta, nokkuð sem Ormur virðist gera í hvert skipti sem aðgerðarleysið er að drepa hann, sá gamli virtist alltaf geta hresst hann við. En í þetta skiptið var Hreiðar allur í umbúðum, þessi rosa borði utan um hausinn á honum. Hún Kristrún gamla hafði þá einu sinni sem oftar kastað hlandkoppi í hausinn á Hreiðari gamla, og hitt. Hreiðar vill ekki hlusta á raus Orms um hefndir, heldur því fram að koppurinn hafi sjálfur dottið niður af handriðinu. Daginn eftir vekur móðir Orms hann og hann fer upp að borða, aðeins til að lenda í þrusu rifrildi við systur sína, hana Gunnfríði, um ágæti skálda. Það rifrildi endaði á því að Ormur neitaði að semja fleiri ástarljóð fyrir hana, ljóð sem hún sendi síðan til kærastans síns sem bjó á Akureyri. Ormur heldur því til streytu að hann sé veikur, en endar samt í skólanum.

Í skólanum

Ormur var alls ekki hrifin af skólanum. Eftir erfiðan tíma hittir hann Ranúr í frímínútum, en varð ekkert alltof glaður þegar hann heyrði af því að Inga, mamma Ranúrs, hefði fundið allar dósirnar sem þeim þeir höfðu kúkað í í frystikistunni og sturtað þeim niður í klósettið. Og þeir sem höfðu ætlað að nota allan kúkinn til að búa til gull. Ormur varð svo pirraður að hann ljósritaði fimmtíu eintök af ljóðinu Eldur í nefi skólastjórans og hengdi það upp í öllum skólastofum Holtaskóla. En kennararnir voru ekki lengi að finna það út hver hafði ort þetta ljóð, og afsökunin að þetta væri til menningarauka þýddi lítið í augum þeirra, svo hann var sendur beint til skólastjórans sem tók málinu með mestu ró og bauð Ormi kók og lánaði honum svo bók. Þó að Ormur hafi ekki komið auga á það, þá tel ég það augljóst að skólastjórinn var ekki síður snillingur en Ormur, og sá sjónarhorn hans og hæfileika betur en flestir samkennarar hans.


Við Eldhúsborðið

Einu sinni sem oftar þá var Ormur staddur inni í eldhúsi á sama tíma og Magnús sjómaður, sem á þessu sinni var ekki í mikið meiru en nærbol. Ási sat þar og skrúfaði í sundur brauðrist. Það virtist vera aðaláhugamál Ása, að skrúfa í sundur alla mögulega hluti, og ekkert endilega setja þá rétt saman aftur. Ormur er greinilega ekki alveg viss um hvað honum finnst um Magga. Hann sýnir honum að vísu ekkert nema óvild, en þó hlýtur þeim nú eitthvað að koma saman. Að minnsta kosti vill móðir Orms að þeim sinni vel, hún vill ekki bægja frá leigjendum, og auk þess þykir Ása svo vænt um Magga að synd væri ef hann færi í burtu. Og auk þess held ég að þau séu svolítið skotin í hvort öðru, ef maður myndi nú orða það eins og Ási litli. Ormur og Maggi spjalla örlítið, Ormur reynir að æsa Magga með alls konar orðaleikjum, en tekst það ekki. Samtalið endar svo á því að Ási biður um “gott”, sem þýðir nammi, fær pening og hjúfrar sig upp að Magga, í þakklætisskyni.

Sigga

Sigga, systir Óðins, hafði alltaf verið góð vinkona mömmu Orms og vann með henni. Þær hættu ekki að vera vinkonur eftir skilnað foreldra Orms. Ormi hafði aldrei geðjast neitt sérstaklega að föðursystur sinni. Þó fannst Ormi ýmsar forvitnilegar sögur koma af stormasömu hjónabandi hennar og eiginmanns hennar, Tuma. Saman áttu þau nokkur börn og í hvert skipti sem Tumi lét illa, mölvaði stóla og sneri hurðir af hjörunum, mætti hún á dyraþrepunum hjá móður Orms og kom börnunum fyrir hjá tengdamóður sinni. Um kvöldið kom hún enn eina ferðina og sat í sófanum með Magga og Ása. Mamma Orms bað hann að fara að læra, en Ormur fer bara inn í herbergi, setur gamla blúsplötu á fóninn og ætlar að fara að sofa. En einmitt þegar hann er að sofna bankar móðir hans á hurðina og byrjar að tala við hann um Magga og biður hann um að vera aðeins kurteisari. Að því loknu fer hún.

Gunnfríður segir frá

Nokkru eftir að móðir hans var farinn, kemur Gunnfríður systir inn til Orms. Ormur byrjar eins og venjulega á einhverju óþarfa þrasi, reynir að reka hana út en þegar ekkert gekk þagði hann bara. Að lokum biður hún hann að gera sér greiða. Þegar Ormur neitar þá fer hún að gráta, Ormi til mikillar furðu. Ormur fer að reyna að hugga hana, og að lokum faðmar hún hann að sér og varpar sprengjunni.

Hún segir honum hágrátandi að hún sé ólétt. Ormur hvíslar að henni hughreystingar orðum og hvatti hana til að segja kærastanum frá þessu. Þá hætti hún að gráta og fór hneggjandi út.

Heimssókn á sjúkrahús

Hreiðar var orðinn veikur. Hann var orðinn gamall maður, kominn með krabbamein og var ekki hugað líf. Einn daginn hafði hann orðið svo veikur að þurfti að senda hann á sjúkrahús. Einu sinni sem oftar greip Orm löngunin að heimsækja Hreiðar svo sterku taki að hann átti sér engrar undankomu auðið, og hann skrapp upp á sjúkrahús, en hélt líka að Hreiðari gamla fyndist gaman að sjá köttinn sinn hann Brand, svo hann skellti honum í vasann og smyglaði honum inn á stofu Hreiðars. Sú ferð endaði nú ekki betur en svo að upp komst um Brand og eltingarleikur hófst á sjúkrahúsinu, læknar á móti Brandi. Brandur var að lokum gómaður og Ormi bannað að koma með hann aftur.

Stefnumót

Ormur hafði lengi verið yfir sig ástfanginn í Lindu, en hafði aldrei fengið tækifæri til að bjóða henni á stefnumót, þar til eitt kvöldið þegar Ormur var á leið niður laugaveginn og Linda heilsaði honum. Þau spjölluðu um stund, og þegar hún var í þann veginn að fara, bauð Ormur Lindu í bíó. Hún samþykkti það og áætlað var að fara í bíó klukkan níu. Þegar Ormur mætir heima hjá Lindu koma foreldrar hennar til dyra og tilkynna honum að hún sé í baði, og komi niður eftir smá stund. Heimili hennar ber skýr merki um það að þar búi ríkt fólk sem láti ekki bjóða sér hvað sem er, og þegar Ormur sest niður og byrjar að spjalla, kemur í ljós að þau halda að hann sé Þór Þorskhaus, erkióvinur Orms í skólanum. En Linda kemur niður og saman fara þau í bíó, sem endar reyndar með því að þau eru rekin út vegna dónaskapar Orms. Þau ræða saman örlitla stund eftirá, og einmitt þegar Ormur heldur að hann hafi klúðrað öllu saman, þá teygir Linda fram handlegginn og kyssir hann.

Jólaundirbúningur

Jólaundirbúningur stóð sem hæst þá dagana og Ormur og Ranúr láta sko ekki á sér standa í því öllu saman, heldur leggja til gríðarlega vinnu við hugmyndasmíði, og Ranúr fékk þann heiður að gera allskonar auglýsingar. Verið er að skipuleggja jólaball og meðal annara verka Orms er að heimsækja Hreiðar á spítalann, kattafrír að sjálfsögðu. Þar kemst Ormur að því að Hreiðar gamli ætlar sér að vera heima um Jólin, og lætur hann sverja það. Þegar Ormur kemur svo heim af spítalanum mætir honum fullt hús af fólki, þar meðal annars Gunnfríður og missir Ormur “óvart” útúr sér að hann hefði séð bréf frá byggingarnefnd verkamannabústaða stílað á Knút í andirinu fyrr um daginn. Upphefst þá mikil gleði.

Jólaballið

Það var komið að jólaballi Holtaskóla. Mikil öryggisgæsla hafði verið sett á til þess að hindra smygl á áfengi inná ballið, og voru bæði Ranúr og Ormur grandskoðaðir af Bununni, en með því að koma áfengi í hitapoka innan á lærinu á Höllu, tókst að smygla því inn. Ormur má nú eiga það að jafnvel þó að honum hafi ekki líkað tónlistin, tvistaði hann þó við hana Höllu. En enn sást ekkert af Lindu. En í miðju atriði dansflokksins Lipurtáar fór rafmagnið af, og þegar það kom aftur á, birtist dauð rotta á miðju sviði. Ormur þóttist ekkert vita, jafnvel þó að hann hefði séð Ranúr smeigja sér inn í mannþvöguna rétt áður en rafmagnið kom aftur. Þeir félagar voru teknir um leið, því allir vissu að þeir hefðu gert þetta, og þó að ekki væri hægt að sanna sekt þeirra, var þeim umsvifalaust hent útaf ballinu.

Mjúka hliðin á Ormi

Ormur á sér nú mjúka hlið, og finnst mér hún koma best fram í samtali hans við litla bróður sinn hann Ása. Ormur var staddur inni í eldhúsi eftir ballið þegar litli snáðinn kom inn og heimtaði eitthvað að borða. Ormur gaf honum það sem hann vildi og svo fóru þeir að spjalla. Ormur sagði honum alla söguna, og þegar hann var búinn fór Ormur með Ása í háttinn, breiddi yfir hann, slökkti ljósið og saman brunuðu þeir í gegnum einar tíu kvöldbænir. Þeir töluðu saman stutta stund, og þegar Ormur lokaði dyrunum að herbergi Ása var hann viss um að snáðinn væri sofnaður.



Linda sækir Orm heim

Þegar Ormur var lagstur í rúmið og byrjaður að dotta, var allt í einu bankað á gluggann hjá honum. Linda hafði komið. Hún var augljóslega örlítið hífuð þar sem hún hálfflissaði þarna í öllum fötunum, skónum og öllu saman, uppí rúminu hjá Ormi. Þau spjölluðu saman í smá stund, og fóru svo að gæla við hvort annað. Ormur var alveg hreint að ganga af vitinu, hann varð svo stressaður, og algjört spennufall varð svo þegar Linda spyr hann hvort hann ætti verjur. Hún væri ekki á neinu og þorði ekki öðru en að nota verjur. Ormur átti því miður engar verjur, svo að hann bað Lindu um að bíða á meðan hann skrippi út í apótek að versla. Hann dreif sig í fötin og hjólaði að næsta apóteki, sem var því miður lokað, svo að hann þurfti að fara yfir í næsta apótek til að fá þjónustu. En þegar hann kom aftur heim úr verslunarferðinni var Linda horfinn. Ormur byrjar á því að verða reiður, en þegar hann finnur miða á koddanum sínum með kveðju frá Lindu verður hann aftur vongóður. Kveðjan hljóðaði svona:

Kæri Ormur!
Ég verð að fara. Segi þér ástæðuna við tækifæri. Vertu ekki reiður! Ég held við eigum eftir að vera saman seinna.
xxxLinda
( Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson, kafli 37, bls. 145 )


Jólahald

Það var þétt setið við jólaborðið þetta árið. Maturinn gufaði upp og Ási litli var að deyja úr spenningi yfir öllum gjöfunum. Og eftir mat var hann strax byrjaður að rífa upp pakkana. Óðinn hringdi og bauð öllum gleðilegra jóla sem við hann vildu tala, og flestir buðu honum til baka, nema þá Hallfreður bróðir, hann hafði aldrei sæst við föður sinn. Maggi hafði flutt út nokkru áður, en hann mætti nú samt þarna í smá stund til að afhenda jólapakka til Ása. Eftir þessa veislu var ferðinni svo haldið til Óðins, það er að segja Gunnfríður, Ormur og Ási fóru. Sú jólaveisla endaði nú með ósköpum því að Ási hafði haft með sér torfærutröllið sem hann hafði fengið frá Magga, kveikt á því inni í stofu hjá Fannýju og brotið þar allt of bramlað. Fanný reiddist Ása og kastaði honum út í vegg og eyðilagði tryllitækið. Við þetta varð Gunnfríður svo reið að hún réðst á Fannýju og kippti henni upp af gólfinu. Það rifrildi endaði þó á því að Fanný öskraði, Gunnfríður og Ási strunsuðu út og Óðinn stóð þarna og glápti á dóttur sýna öskra framan í hann að éta skít og hvað eina.
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.