gagnrýni á Englar og Djöflar Ég gerði þessa ritgerð fyrir stuttu sem kjörbókarritgerð og ákvað að senda hana líka hingað inn.


Gagnrýni á Englar og djöflar


Bókin Englar og djöflar var gefin út árið 2000 í Bandaríkjunum. Hún náði þó ekki heimsvinsældum fyrr en höfundur bókarinnar, Dan Brown, gaf út DaVinci lykilinn (DaVinci lykillinn er sjálfstætt framhald af Englar og Djöflar).
Þrátt fyrir að DaVinci lykillinn hafi náð mun meiri vinsældum er þessi bók ekki síðri. Hún segir frá prófessornum Robert Langdon sem er boðaður til Swiss til að aðstoða morðrannsókn enn fyrr en varir er hann flæktur í trúarlegt stríð á milli Vatíkansins og leynifélagsins Illuminati.
Eftir sigurför DaVinci lykilsins um heiminn tók íslenska forlagið Bjartur það að sér að þýða Englar og djöflar og fleiri verk Dan Brown yfir á íslensku. Bókin var þýdd af Karl Emil Gunnarsyni og kom út á íslensku árið 2004.
Bókin er spennusaga og einkennist af miklum sögulegum heimildum og góðu sögusviði og litríkum persónum.

Söguþráður

Söguþráðurinn er sennilega það sem stendur uppúr í þessari bók. Bókin er rétt yfir 450 blaðsíður en þrátt fyrir það er söguþráðurinn ekki langdregur. Hann er frekar mjög langur og víðtækur. Hann er ekki um einstakling eða hóp, heldur er hann mun meira cinematískur.
Mjög auðvelt er að íminda sér söguna í sjónrænu formi þar sem hún minnir mann á góða spennumynd, persónulega held ég að það ætti að gera mynd um þessa bók.
Það sem einkennir söguþráðinn í þessari bók er mikil afhjúpun og miklar flækjur, minnir á góðann krimma, sem þessi bók er líka að miklu leiti. Einnig er hún spennandi og mikið er af eltingarleikjum og átökum, og sjaldan hef ég rekist á bók þar sem átaka senum er lýst eins vel og hér.
Þetta er ekki ein af þessum bókum sem er stútfull af lýsingarorðum og setningum eins og “hann labbaði inn um brakandi hurðina, blá málningin var flögnuð af á ýmsum stöðum, eftir áralanga notkun, hurðin var úr tréi…” svona bækur þoli ég ekki, en hún er samt ekki bara saga og búið.
Höfundurinn lýsir þessu bara vel, og í hófi, leyfir lesandanum líka að íminda sér smá. Mikið er um sögulegar heimildir í bókinni og tekur höfundur það fram í byrjun bókar að þær séu allar réttar. Sem dæmi má nefna fyrstu setningarnar á baðsíðu 166.

,,DI, DII og DIII eru ævagamlar skammstafanir. Þær voru notaðar til að greina á milli þeirra þriggja rita Galileos sem oftast er ruglað saman. Vittoría greip andann á lofti. Diálogo … Discorsi… Diagramma.”(166).

Bókin er stútfull að svona staðreyndum sem gerir bókina enn skemmtilegri lesningu fyrir sögufíkla.

Sögusvið

Sögusviðið er mjög skemmtilegt. Það er mestmegnis í Róm og Vatíkaninu, En einnig að hluta til í Swiss.
Höfundurinn lýsir hlutum mjög vel, en fer samt ekki með það útí öfgar eins og áður hefur komið fram.
Sumar lýsingarnar eru kannski full flóknar enn samt er mjög auðvelt að skilja söguviðið og þrátt fyrir að ég hafi aldrei komið inní Péturskirkju get ég vel séð fyrir mér katakomburnar undir henni.
Einnig lýsir hann fjölmörgum listaverkum en þau spila mikið inní söguþráðinn og þær lýsingar eru mjög góðar.

Persónur

Aðalpersónurnar í bókinni eru Robert Langdon, prófessor í trúarlegum táknum sem er fenginn til aðstoðar við morð á vísindamanni, Vittoría Vetra, ætleidd dóttir vísindamannsins, Ventresca, herbergisþjónn páfanns sem hafði dáið fyrir stuttu, Chartrand, nýliði í vörðum vatíkansins.

Robert Langdon er aðalpersóna bókarinnar. Hann er á fertugsaldri og hárinn farin að grána en býr samt yfir miklum eldmóð. Hann er úrræðagóður og þekking hans á sögu skiptir sköpum í atburðarrás bókarinnar, vel smíðuð persóna. Robert Langdon er leikin af Tom Hanks í myndinni The DaVinci Code, þrátt fyrir að ég sjái frekar Harrison Ford í honum.

Vittoría er dregin inní atburðarrásina eftir að faðir hennar er myrtur. Hún er ung, að nálgast þrítugt. Hennar persónuleiki hrífur mann mikið og af útlitslýsingunum að dæma minnir hún mann helst á Minnie Driver.

Ventresca er á sama aldri og Langdon. Hann hefur helgað líf sitt trúnni. Hann missti móður sína ungur aldri en þekkti aldrei föður sinn. Páfinn (sem þá var aðeins biskup) tók hann að sér og Ventresca fylgdi honum á meðann hann lifði. Ventresca er að mínu mati áhugaverðasta persónan í bókinni og maður fyllist af trú þegar maður les um hann en ekki er allt sem sýnist.

Chartrand er ungur, sennilega yngstur af aðalpersónunum, en sýnir mikið hugrekki þegar yfirmenn hans eru myrtir og Páfagarður er í hættu. Hann er mjög vel smíðuð persóna.

Ég hef sjaldan lesið bók þar sem persónurnar snertu mig svo mikið og manni finnst maður þekkja þær persónulega að lesningu lokinni.

Dómur

Ég valdi þessa bók því hún hefur það allt , flækjurnar, spennuna, dramatíkina og síðast enn ekki síst er þetta engin smá saga.
Hún er mjög vel skrifuð og heldur manni við lesninguna allann tímann.
Skemmtilegar persónur, gott sögusvið og magnaður söguþráður. Þessi bók er frábær lesning fyrir flesta, þ.e.a.s. þá yfir 12 ára aldri, þar sem það má finna grófar ofbeldislýsingar í bókinni.
Þótt bókin boði kannski engann opinberann boðskap lærði ég mikið af þessari bók og fékk út þann boðskap að halda í trúnna en að fara samt ekki með það útí öfgar.

Hún hefur þá eiginleika að vera auðveld lesning en samt algjört meistaraverk. Ekki láta þessa bók framm hjá þér fara.