Ég hafði ekki lesið Four Past Midnight bókina þegar ég tók Bókasafnslöggan sem er smásaga úr henni. Ég hafði samt heirt misjafna gagrýni um hana. Sumir sögðu að hún væri alger hörmung og aðrir að hún væri frábær. Allavegana get ég sagt að fyrstu 100 síðurnar voru fínar en svo var þetta farið að vera lengi að líða og að lokum var maður farinn að lesa annaðhvort orð. Það er ekki að sagan sé léleg en hún er alltof löng.
Hún fjallar um mann sem tók 2 bækur úr bókasafni í Junction City, hann týnir bókunum og þá fer Bókasafnslöggan að koma. Hann kemst að því að það sé mikil saga bakvið bókasafnið og voða gaman.
Allavegana skil ég ekki alveg afhverju þeir ákváðu að þýða þessa bók, miðað við hve margar miklu betri bækur hafa ekki verið þýddar. Pet Semetery, It, The Stand og fleiri. Það er samt alltílagi að lesa hana ef maður hefur ekkert annað að gera en ég mundi samt ekki mæla með henni beinnt.