
Bókin er mjög skemtileg og vel skrifuð. Hún fjallar um Ben Richards sem ákveður að taka þátt í vinsælasta sjónvarpsþættinum, The Running Man, þar fær hann milljarð ef hann endist í 30 daga. Hann fær plús fyrir að drepa löggur og veiðimennina sem eiga að elta hann uppi og drepa hann. Hann má fara hvert sem er og gera hvað sem er en hann verður að senda 2 spólur á dag svo að hann sé ekki bara í felum í eitthverri holu. Vandamálið er að hann er orðinn réttdræpur og engin hefur enst í meira en viku.
Mér finnst þetta vera með betri bókum sem King hefur skrifað og það er mikið sagt. Allavegana ættu flestir að hafa gaman að henni.