Dexte í Dimmum Draumi Dexter var tekinn í fóstur þegar hann var þriggja ára gamall og man ekki neitt fyrir það.
Hann er viðkunnalegur maður í CSI liði Miami sem rannsakar blóðslettur. Hann á kærustu sem heitir Rita og fóstursystur sem heitir Debora. En þegar kvölda tekur breytist Dexter í raðmorðingja sem drepur glæpamenn sem sleppa frá réttvísinni. Hann býr sérstaklega um hnútana þannig að ekki sé hægt á neinn hátt að rekja morðin til hans. Hann er að sjálfsögðu mjög góður í því, þar sem hann vinnur sjálfur á stofnun sem sér um að hafa hendur í hári slíkra manna.

Hvar er líkið? spurði ég. Þarna sagði hann, hjá LaGuerta. Hjálpi mér sagði ég, stjórnar LaGuerta rannsókninni?.
Hann brosti gervibrosinu sínu aftur. Lukkunar pamfíll, morðinginn.
Ég horfði á. Nokkrar hræður stóðu umhverfis klasa af snyrtilegum ruslapokum. Ég kem ekki auga á það sagði ég.
Það er þarna. Ruslapokarnir. Hver poki er einn líkamshluti. Hann skar líkið í búta og pakkkaði þeim svo inn eins og jólagjöfum. Hefurðu nokkurn tímann séð annað eins?
Auðvitað.
Þannig fer ég að.

Þarna er kominn til sögunnar annar raðmorðingi sem drepur vændiskonur og pakkar þeim inn alveg eins og Dexter gerir. Allt gerir hann eins og Dexter nema eitt. Öll líkin eru algjörlega blóðlaus. Dexter hefur mikinn áhuga á þessum nýja morðingja. Hann verður að stoppa hugsar hann, en kannski ekki strax. Nokkur önnur morð eru framin og morðinginn skilur eftir skilaboð heima hjá Dexter. Barbídúkka í ískápnum öll í bútum.

Dexter leitar morðingjans ákaft og það leiðir hann út í hraða atburðarrás þar sem nýjir hlutir úr fortíð Dexters koma í ljós og þeir eru ekki fallegir.

Ég ætla ekki að segja meira um bókina því að ég vill ekki eyðileggja ánægjuna fyrir mögulegum lesendum. Dexter er frábært sköpunarverk Jeff Lindsey sem hefur slegið í gegn um allan heim og ég hvet alla til að lesa hana