“A nasty man….I'm glad that he's dead.”
Stephen King
Richard Bachman fæddist í New York árið 1947. Ekki er vitað mikið um æsku hans en þegar hann var 18 fór hann í strandgæsluna og var þar í 3 ár, eftir það var hann í 5 ár í sjóflota bandaríska hersins.
Hann giftist, Claudiu Inez Bachman þegar hann var 26 ára og þau ráku lítið mjólkurbú í viðjum New Hampshire. Hann skrifaði mikið á nóttunni vegna chronisks svefntruflana. Þau eignuðust strák árið 1974. Árið 1977 var fyrsta bókin hans gefin út, Rage og svo The Long Walk 2 árum síðar. Árið 1980 dó sonur hans, 6 ára gamall, eftir að hafa dottið niður í brunn og drukknað.
Árið 1982 fannst æxli í við heilann á Richard en læknar náðu að taka það burt. 3 árum síðar dó Richard úr eitthverskonar sjaldgæfri tegund af krabbameini.
Þegar hann dó var búið að gefa 5 bækur út eftir hann.
Rage - 1977
The Long Walk - 1979
Roadwork - 1981
The Running Man - 1982
Thinner - 1984
Fyrstu 4 bækurnar voru bara gefnar út sem kiljur en þegar 5 bókin kom út, Thinner, fékk hún mjög góða gagnrýni og var gefin út sem alvöru bók. Áður en hann dó hafði hann verið búin að ákveða að skrifa bók sem átti að kallast “Misery” og fjallaði um rithöfund og brjálaðan aðdáenda hans. Hugmyndinni var síðan stolið af öðrum rithöfundi.
Árið 1994 fengu aðdáendur Bachmans góðar fréttir, það kom í ljós að þegar konan hans var að flytja í annað hús fann hún kassa fullan af mis mikið kláruðum skáldsögum. Sú sem virtist vera mest fullgerð var bókin The Regulators.
Ekkjan fór með hana til fyrrum útgefanda Bachmans, Charles Verrill og var ákveðið að gefa hana út. Ekki er vitað hvort eða hvenær fleiri sögur úr kassanum verða gefnar út.