Harry Potter
Jæja þá er hún komin. Enn ein bókinn um hinn sívinsæla Harry Potter. Hún kom út í dag hinn 30. nóvember 2001. Ég er búinn að vera að lesa hana í allann dag og er búinn að lesa að 5. kafla og rúmlega það. Mér finnst þessi bók lofa góðu. Hún er góð út fyrsta kafla en svo kemur hinn sívinsæli “leiðinlegi kafli.” Á eftir “leiðin lega kaflanum” er hún góð allavegana þangað sem ég hef lesið. Ég er viss um að hún á eftir að verða góð alveg út í gegn (frá “leiðinlega kaflanum”) og er búið að segja að þetta sé besta Harry Potter bókin til þessa. Hún er 551 bls. að lengd. Þetta er bók sem einginn frá þeim aldri sem maður lærir að lesa til þess aldurs sem maður deyr ætti að láta framhjá sér fara. Ég persónulega er stór aðdánadi Harry Potters enda mætti ég í skólann með Harry Potter gleraugu (ekta geak). nú held ég að þetta sé orðið nokkuð gott ég er farinn að lesa.