Gerður Kristný Fyrir nokkrum vikum las ég Eitruð epli eftir hana Gerði þá heillaðist ég svoleiðis af þeirri bók, sögurnar hennar eru stuttar og grípandi, ég ákvað að skrifa smá um hana og ég vonast til þess að ég geti fengið fleira fólk til að lesa sögurnar hennar því þær eru magnaðar!

Gerður Kristný fæddist þann 10. júni árið 1970. Hún lauk B.A.- prófi í frönsku með almenna bókmenntafræði sem aukafag frá Háskóla Íslands í febrúar 1992. Lokaritgerðin hennar fjallaði um Fegurðina í Les fleurs du mal eftir franska skáldið Baudelaire. Hún stundaði nám í hagnýtri fjölmiðlun árin 1992-1993 og starfsþjálfun hjá sjónvarpsstöð Danmarks Radio fylgdi í kjölfarið.

Verk hennar:

Greinar:
Grasaferð að læknisráði : viðtal við Svövu Jakobsdóttur. Tímarit Máls og menningar 1998;59(3):4-14.

Hljóðbækur:
Regnbogi í póstinum, Bergljót Arnalds les. Orð í eyra : Kópavogur, 1997. 3 snældur.

Ljóð:
Ísfrétt. Mál og menning : Reykjavík, 1994. 24 s.
Launkofi. Reykjavík : Mál og menning, 2000. 39 s.

Myndbönd:
Fjármálavaldið : “í kolli mínum geymi ég gullið”, handrit Björg Björnsdóttir, Gerður Kristný, Guðmundur Sveinsson ; þulur Ari Matthíasson. Námsgagnastofnun : Reykjavík, 1993. 1 myndsnælda (15 mín.)
Brotabrot : nokkur leiklesin ljóð. Námsgagnastofnun : Reykjavík, 1997. : 3 myndbönd (29.10 ; 28.58 ; 29.29 mín.)

Skáldsögur:
Regnbogi í póstinum. Mál og menning : Reykjavík, 1996, 139 s.

Smásögur
Eitruð epli,. Mál og menning : Reykjavík, 1998. 111 s.
æviatriði.

Endilega lesið Eitruð epli, það er yndisleg bók.

Upplýsingar fengnar af:
www.nett.is/rithofundarvefu
Just ask yourself: WWCD!