Gerður Kristný fæddist þann 10. júni árið 1970. Hún lauk B.A.- prófi í frönsku með almenna bókmenntafræði sem aukafag frá Háskóla Íslands í febrúar 1992. Lokaritgerðin hennar fjallaði um Fegurðina í Les fleurs du mal eftir franska skáldið Baudelaire. Hún stundaði nám í hagnýtri fjölmiðlun árin 1992-1993 og starfsþjálfun hjá sjónvarpsstöð Danmarks Radio fylgdi í kjölfarið.
Verk hennar:
Greinar:
Grasaferð að læknisráði : viðtal við Svövu Jakobsdóttur. Tímarit Máls og menningar 1998;59(3):4-14.
Hljóðbækur:
Regnbogi í póstinum, Bergljót Arnalds les. Orð í eyra : Kópavogur, 1997. 3 snældur.
Ljóð:
Ísfrétt. Mál og menning : Reykjavík, 1994. 24 s.
Launkofi. Reykjavík : Mál og menning, 2000. 39 s.
Myndbönd:
Fjármálavaldið : “í kolli mínum geymi ég gullið”, handrit Björg Björnsdóttir, Gerður Kristný, Guðmundur Sveinsson ; þulur Ari Matthíasson. Námsgagnastofnun : Reykjavík, 1993. 1 myndsnælda (15 mín.)
Brotabrot : nokkur leiklesin ljóð. Námsgagnastofnun : Reykjavík, 1997. : 3 myndbönd (29.10 ; 28.58 ; 29.29 mín.)
Skáldsögur:
Regnbogi í póstinum. Mál og menning : Reykjavík, 1996, 139 s.
Smásögur
Eitruð epli,. Mál og menning : Reykjavík, 1998. 111 s.
æviatriði.
Endilega lesið Eitruð epli, það er yndisleg bók.
Upplýsingar fengnar af:
www.nett.is/rithofundarvefu
Just ask yourself: WWCD!