Drekafræði
Bókin Drekafæði er alfræðirit um allt sem viðkemur drekum.
Bókin er “ skrifuð”* af drekafræðingnum Dr. Ernest Drake sem var uppi um aldamótin 1900 en er gefin út 2003 af Templar company og gefin út 2006 á íslensku af Bjarti. Bókin heitir Dragonology: The complete book of dragons.
Í bókinni er sagt frá helstu drekategundunum, t.d Evrópudrekum, Lindormum og Pokadrekum. Í bókinni eru samtals 9 tegundir af drekum, sem eru allar mismunandi að stærð, lögun, búsetu, atferli og ýmsu fleira, þar sem er blandað saman þjóðsögum og tilbúningi á skemmtilegan hátt.
Í bókinni er líka sagt frá líkamsbyggingu dreka, mismunandi þroskastigum og rúnaletri dreka, og fleiru sem allir drekafræðingar þurfa að kunna. Það er sagt frá leiðum til að finna, vingast við, temja og jafnvel fljúga drekum, og sérstakir kaflar eru um bæði rannsóknarstofu drekafræðinga, galdra tengda drekum og fræga drekabana og drekafræðinga. Og að lokum er eftirmáli, þar sem varað er við þeim sem stunda drekafræði en hafa ekki velferð drekanna ofarlega í huga.
Bókin er sett upp á fallegan hátt og margar myndir eru í bókinni. Fjallað er um fræðigreinina á nútímalegan hátt en nokkrum sinnum er minnst á þjóðsögur og goðsagnir. Drekategundirnar eru mismunandi og hæfa vel mismunandi drekasögum og ímyndun, t.d. eru Evrópudrekarnir dökkir á lit, hafa gaman af gátum og fjársjóðum, miðlungsstórir og nokkuð greindir, á meðan að hinn asíski Lung er marglitur, mjög greindur, nokkuð lítill af dreka að vera en hjálpsamur mönnum. Mörgum spurningum sem brenna á ungum verðandi drekafræðingum er svarað í bókinni, t.d. hvernig spúa drekar eldi? geta asískir drekar flogið vængjalausir? og hvaða drekategundir lifa á Íslandi?
Ég vona að sem flestir lesi þessa bók, því að drekastofninn er í mikilli útrýmingarhættu og margir vilja útrýma drekunum, eða sækjast eftir hreistri, klóm, hornum eða augum drekanna, sem eru auðvitað mjög verðmæt. Hin forna og leynilega regla drekafræðinga er mjög fámenn nú til dags, fáir skólar kenna lengur drekafræði og ekki hafa allir drekafræðingar hagsmuni drekanna í huga við iðju sína. Heimurinn þarfnast fleira fólks sem er tilbúið að leggja vinnu í að rannsaka og skilja drekana, og jafnvel bjarga þessum sjaldgæfu verum frá því að deyja út.
Í Dragonology-bókaflokknum eru:
Dragonology: The complete book of dragons
Dragonology Handbook: A Practical Course in Dragons
Tracking and taming dragons
Bring a baby dragon
Dragonology Tracking and Taming Dragons Volume 1: A Deluxe Book and Model Set: European Dragon
Iceland Wyrm
Dragon Star
The Dragon's Eye: The Dragonology Chronicles, Volume 1
Og síðan eru til dagatöl, borðspil og drekagaldra-“kit.”
Heimasíður fyrir drekafræðinga:
www.dragonology.com Síða bókarinnar
http://bjartur.is/?i=3&f=6&o=1124 Íslenska útgefandasíðan
http://www.blog.central.is/dragonology Áhugasíða hins leynilega og forna félags drekafræðinga.
Aðrir bókaflokkar eru:
Wizardology: www.wizardology.com
Pirateology: www.pirateology.com
Egyptology: www.egyptology.com
*Maður að nafni Dugald Steer er skráður sem höfundur bókarinnar en allt efni kemur frá hinum kunna Dr. Ernest Drake.