Mér finnst Eragon 1 bókin ofboðslega lík LotR seríunni að mörgu leyti og þess vegna fannst mér á tímabilum að ég væri að lesa eitthvað sem ég hef lesið áður. Samt sem áður ágætis bók, og skemmti ég mér vel við að lesa hana, en mér finnst Eragon 2 þeim mun betri. Ég ætla að telja upp nokkur atriði sem eru keimlík í bókunum eftir besta minni, og efast ekki um að það eru mörg fleiri atriði sambærileg í þessum ágætu ritum.

Bækurnar hefjast báðar í rólegri sveit, Carvahall og Héraði. Þar eru aðalpersónurnar báðar foreldralausar.

Svo kemur babb í bátinn og aðalpersónunum áskotnast hlutur sem alsherjar-alheimsóvinurinn ágirnist. Máttarbaugur og dreki.

Leiðindaóvinir koma að heimilum persónanna (Rasakkarnir og the Wraith riders (æj hvað hétu þeir aftur á íslensku?) sem eru btw. hræðilega líkir).

Þá tekur við ferðalag. Vitur ellingi hjálpar báðum persónunum (og þeir ellingjar eru að mörgu leyti MJÖG líkir, Brom og Gandálfur). Eragon stefnir til Varðanna.

Leyf mér að skjóta aðeins inn í; Íslandí drottning er sambærileg við Galadríel drottningu, er það ekki? Báðar álfadrottningar sem ríkja í álfaskógum sem eru vel verndaðir og svo framvegis. Myndi nefna fleiri rök ef minni mitt væri ekki að bregðast mér svo hrapallega núna.

Eragon fer til Varðanna. Takið vel eftir því hve mjög inngangur Varðanna (Foss, hellir, blabla) líkist varðstöð Faramírs í Lord of the Rings þegar þeir handsama Fróða, Gollrir og Sóma.

Eragon hrífst af álfi sem nefnist Arja. Sú frásögn minnir mig mjög svo á frásagnir af Aragorn á yngri árum, þegar hann var hrifinn af Arwen en hún var of hátt sett fyrir hann, þó þau kvænast síðar. Takið einnig eftir því hve lík nöfnin eru.

Mér þykir ég sjá einhverja tengingu milli Drekariddarana og, hvað hétu þeir aftur.. [The council? Grái vitringurinn Gandálfur, hvíti vitringurinn Sarúman, brúni,.....] en það er kannski bara einhver firra í mér.

Ég fer nú ekki einu sinni út í jafn veik rök og líkindi milli bardagans í Farthen Dur og Helms Deep, og get hvort eð er ekkert kvartað yfir að rithöfundur Eragon, Christopher Paolini, sé smá innblásinn af jafn merkum sögum og Lord of the Rings.

Ég vildi bara fá að koma þessu á framfæri og fá einhver svör til baka, vonandi frá einhverjum sem getur bent mér á fleiri atriði sem eru lík eða hrakið það að þetta séu líkar bækur.

Takk fyrir lesturinn.
muuuu