Bókin ,,Ég er ekki dramadrottning" er eftir Sif Sigmarsdóttur og er um Emblu Þorvarðardóttir sem á fráskilna foreldra, mömmu sem hefur náð sér í nýjan kærasta og pabba sem er að reyna að verða frægur tónlistamaður.
Embla er venjulegur 13 ára unglingur sem á í vandamálum við bólur, stráka og fleira í þeim dúr.
Þegar mamma Emblu segjir henni að kærastinn hennar, Hafsteinn hafði ákveðið að fara að læra í háskólanum í Lundúnum og mamma hennar hafði ákveðið að fara með honum og uppfylla drauminn sinn og gerast rithöfundur.
Þau fara fyrst til Lundúna í mánuð í byrjun sumarsins til reynslu og Tinna, vinkona Emblu fær að fara með.
Embla ákveður að reyna að gera allt til þess að mömmu sinni og Hafsteini líkaði illa í London.
Þau bjuggu í íbúð í blokk þar sem aðrar 2 íslenskar fjölskyldur bjuggu. Í þessum 2 fjölskyldum voru 2 strákar á aldri við Tinnu og Emblu, Bragi og Kalli. Bragi var 14 ára og Kalli var 12 ára. Þau lenda í miklu leynimakki þegar þau hjálpast að því að leysa vandamál Emblu, þ.e. að vilja ekki flytja til Lundúna frá Íslandi.
————————————————-
Ég ákvað með tilliti til þeirra sem langar að lesa þessa bók að ég ætla ekki að segja frá enda sögunnar en á mínum mælikvarða er þetta mjög skemmtileg bók fyrir unglingsstelpur.