Bækurnar eru samtals 13 og hafa 4 af þeim verið þýddar á íslensku og líklega fleiri á leiðinni.
Þær fjalla um systkini - Violet, Klaus og Sunny – sem missa foreldra sína í hræðilegum eldsvoða og lenda í endalausum slæmum atvikum eftir það.
Fyrst eftir eldsvoðann voru systkinin send til Count Olaf sem er fjarskyldur ættingi þeirra en vill þeim ekkert nema slæma hluti því það sem hann þráir er bara fjölskyldusjóðinn sem inniheldur heilan helling af peningum. Til að nálgast þennan sjóð reynir hann hvað sem er og kemur fram í ýmsum dulagervum eins og sást í bíómyndinni sem var gerð um fyrstu 3 bækurnar, en hún kom út 2004 með Jim Carrey í aðalhlutverki.
”My theater troupe will be coming for dinner before tonight’s performance. Have dinner ready for all ten of them by the time they arrive at seven o’clock. Buy the food, prepare it, set the table, serve dinner, clean up afterwards and stay out of our way.” - Count Olaf
Systkinin halda mjög vel saman sem hjálpar þeim í gegnum allt brjálæðið sem þau þurfa að þola, en þau hafa verið send fram og aftur til ýmis fólks sem er mis skemmtilegt og mis klikkað.
Þessar bækur eru alveg frábærar, og alveg jafn mikið fyrir alla aldurshópa finnst mér persónulega, það fannst íslenskukennaranum mínum reyndar ekki þegar ég sagðist ætla skrifa ritgerð um eina bókina í 9.bekk en það er annað mál.. Mæli með að lesa frekar bækurnar á ensku, þær eru hreinlega skemmtilegri á sínu tungumáli þar sem maður fattar kaldhæðna húmorinn í rithöfundinum.
If you are interested in stories with happy endings, you would be better off reading some other book. In this book, not only is there no happy ending, there is no happy beginning and very few happy things in the middle. - Lemony Snicket