Leyndardómur býflugnanna Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd

Sögusvið þessarar bókar er Suður-Karólína í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar. Lily Owens er fjórtán ára stúlka sem býr á bóndabæ með kaldlyndum föður sínum. Þegar Lily var fjögurra ára dó móðir hennar á sviplegan hátt þegar voðaskot hæfði hana. Minningar Lilyar um atburðinn eru óljósar en svo virðist sem Lily hafi hleypt skotinu af .
Við lát móðurinnar gengur Rosaleen, sem er stolt og hjartahlý blökkukona, Lily í móðurstað. Á leið á kjörstað til að nýta nýfenginn kosningarétt er Rosaleen stungið í fangelsi af þremur kynþáttahöturum. Lily ákveður að bjarga fóstru sinni úr fangelsinu. Leggja þær nú á flótta og ferðast um þvera Karólínu.

Þessi saga er mjög sorgleg og sýnir mikið um hvernig hvítir menn komu fram við svarta fólkið. Í bókinni kemst Lily smátt og smátt saman hvernig mamma hennar var og hvað gerðist þegar mamma hennar dó. Pabbi hennar er rosalega vondur við hana svo að hún strýkur með fóstru sinni Rosaleen frá fangelsi. Þetta er mjög góð bók og mæli með henni þótt hún sé soldið sorgleg.
(-_-)