Hvað finnst fólki hér um það að bókmenntaverk, og aðrar listir, séu gagnrýnd í fjölmiðlum?

Er það bara allveg eðlilegt og réttlátt, að viss stétt sé tekin fyrir, og störf hennar vegin og metin opinberlega?
Ef svarið er já, af hverju ætti þá ekki að gilda það sama um aðrar stéttir? Væri ekki einmitt mjög gagnlegt fyrir almenning ef læknar, lögfræðingar og smiðir yrðu teknir fyrir og störf þeirra vegin og metin.
Gerði það ekki verulegt gagn ef það byrtist td. blaðagagnrýni um Bárð Marðarson lækni, þar sem faglegri færni hans og framkomu yrði lýst, menntun, reynsla og mistök, talin upp. svo í lokin yrði sá dómur kannski felldur að hann væri leiðinlegur persónuleiki, fýla af honum og hann sé lélegur læknir sem fólk ætti að forðast.
Ég meina kannski er hann lélegur, og gott að vita hvert maður á ekki að leita ef maður er svo óheppinn að veikjast.
Væri ekki bara þónokkuð gagn í þeirri rýni?
En neibb, það er víst bannað með lögum, eins og samtökin lífsvog fengu að reyna þegar þau voru að tékka á lýtalæknum, og fundu víst einn vafasaman. En máttu ekki kjafta hver það var, persónuvernd, sko.

Rökin fyrir listgagnrýni eru oft þau að gefa svokallað “menntað álit”, svona þar sem almúginn er nú kannski ófær um að mynda sér skoðanir. En þá er málið af hverju á þetta menntaða álit ekki að nægja? Ætti ekki að vera nóg að tala um stefnur og stílbrögð,uppsetningu og úrvinndslu efnis osfr.? Og svo smá upplýsingar um hvað bókin er. Hvað kemur það menntuðu áliti við hvort einhverjum gagnrýnanda þyki bók skemmtileg eða leiðileg? hvort hann hló á bls. 67, grét í endan, eða sofnaði af leiðindum?
er það gagnrýni á bók að segja “Húmorinn missir marks hér”, “leiðinlegir karakterar”, “snerti viðkvæman streng í brjósi mér”? segir þetta ekki meira um þann sem gagnrýnir? Kímnigáfu hans er kannsi ábóta vant osfr.

Er þannig í lagi að fella dóma oft byggða á smekk? smekkur er bæði misjafn eftir mönnum og einnig getur það, hvort gagnrýnandinn er í góðu eða vondu skapi haft áhrif á upplifun hans á verkinu.
Hver hefur td. ekki lent í því að fara í bíó í vondu skapi, og svo furðulega vill til að myndin er jafn vond og skapið í manni?
Gagnrýnendur eru nebbla eftir allt, bara mannlegir!

Og svo er það nú þannig, að á hverjum fjölmiðli er aðeins einn gagnrýnandi um hvert verk, þannig að sá dómur sm er felldur er bara álit eins manns, 1 stykki skoðun semsagt. Og auk þess virðist ekki vera nein yfirumsjón með gagnrýnendum, þeir eru nánast allveg sjálfráðir í dómum sínum. Og sjaldan eða aldrei, tala þeir við þann sem skrifaði bókina eða skapaði verkið sem þeir eru að gagnrýna. Rithöfundurinn/listamaðurinn fær því ekki að segja sitt álit, né fær hann að sjá dóma um verk sín áður en þeir byrtast í fjölmiðlum.
og hvernig er þetta með þessi jólabókaflóð gagnrýnendur lesa heil ósöp á skömmum tíma.. eru þeir færir um að gefa réttláta dóma ? geta þeir melt þetta allt saman?

Svo, er gagnrýnendum treystandi? Eru þeir til góðs eða ills? Stafar listafólki kannski hætta af þeim?
Eða á bara að fara að gagnrýna fleiri, rafvirkja og solleis? …svo mar eigi það nú ekki á hættu að enda í raflosti með hárið uppí loft.



…kókos